Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra lá að ósekju undir því ámæli að orð hans í samtali við Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, hefðu gefið tilefni til þeirra hörðu viðbragða sem við Íslendingar sættum af hálfu bresku ríkisstjórnarinnnar. Þetta segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra í pistli á vef sínum. Viðbrögðin hafi meðal annars falið í ser´að vinir okkar hafið flokkað okkur með illræmdustu glæpahreyfingum heims. Ísland hafi verið sett á sama bás og al-Qaida.
„Þessvegna var tímabært að Kastljós skyldi birta samtal þeirra í þætti sínum í gær. Í útskriftinni af samtalinu, sem Kastljós þýddi, var ekkert að finna í orðum Árna sem gaf Alistair Darling ástæðu til að halda fram í viðtali við BBC Radio degi síðar að íslensk stjórnvöld hefðu sagt að þau hefðu engin áform um að standa við skuldbindingar sínar. Fleiri rök en fram eru komin hníga raunar að því gagnstæða. Það veit Alistair Darling," segir Össur.
Þá vill Össur að breskir fjölmiðlar krefji Alistair Darling svara við því hvaða orða hann hafi verið að vísa til þegar að hann sagði að íslensk stjórnvöld hefðu sagt að þeir ætluðu ekki að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Bretum.
Össur fagnar því að Kastljós hafi birt samtalið milli fjármálaráðherra Breta og Íslendinga
