Viðskipti innlent

Nýja Kaupþing með efnahagsreiking upp á 700 milljarða kr.

Eigið fé nýja Kaupþings verður 75 milljarðar króna sem ríkið leggur fram. Stærð efnahagsreiknings hins nýja banka verður um 700 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu um stofnun nýja Kaupþings á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins. Í ákvörðuninni felst m.a. að nýi bankinn yfirtekur allar innstæðuskuldbindingar í bankanum á Íslandi og sömuleiðis stærstan hluta eigna bankans sem tengjast íslenskri starfsemi, eins og lán og aðrar kröfur. Á næstu 90 dögum mun fara fram mat óháðs aðila á verðgildi eigna og skulda og lokauppgjör.

Nýi bankinn tekur yfir innlendar eignir Kaupþings til þess að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna á Íslandi. Alþjóðleg starfsemi Kaupþings er skilin frá. Öll útibú, þjónustuver, hraðbankar og netbanki Kaupþings verða opin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×