Viðskipti innlent

Kaupþing fær 75 milljarða kr. lán hjá seðlabanka Svíþjóðar

Seðlabanki Svíþjóðar hefur ákveðið að veita Kaupþingi þar í landi lán upp á 5 milljarða sænskra kr. eða sem svar til rúmlega 75 milljarða kr.

Í tilkynningu frá seðlabankanum segir að lánið sé liður í umfangsmikilli aðstoð seðlabankans við banka- og fjármálakerfið í Svíþjóð.

"Íslenski bankageirinn hefur gengið í gegnum þrengingar á síðustu dögum. Aðstæður hafa gert Kaupþingi í Svíþjóð erfitt með að standa við skuldabindingar sínar," segir m.a. í tilkynningunni. "Hætta var á að bankinn kæmist í lausafjárvanda. Til að vernda fjármálastöðugleika Svíþjóðar og tryggja rekstur fjármálamarkaðarins hefur Riksbanken ákveðið að styrkja Kaupþing í Svíþjóð með lausafé."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×