Innlent

Áskriftarblöð munu aldrei ná fyrri styrk

Áskriftarblöð eins og Morgunblaðið munu aldrei ná sínum fyrri styrk í samkeppninni við fríblöð. Hins vegar eru ágætar líkur á að bæði íslensk fríblöð og áskriftarblöð lifi krepputímana af þrátt fyrir örlög Nyhedsavisen, segir sérfræðingur.

Þetta kom fram á fyrirlestri sem Birgir Guðmundsson, lektor við fjölmiðladeild Háskólans á Akureyri, flutti á félagsvísindatorgi skólans. Birgir fjallaði um þá breytingu sem fríblöð höfðu í för með sér á dagblaðamarkaði bæði hér á Íslandi og erlendis og fór yfir gjaldþrot Nyhedsavisen í Danmörku. Hann kemst að þeirri niðurstaða að ákveðin mettun hafi orðið á markaðinum bæði innanlands og utan.

Hagur Morgunblaðsins er mun síðri í dag en fyrir tíma fríblaðanna. Ótímabært er þó að slá af áskriftarblöðin að mati Birgis.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×