Innlent

Hvalreki á Hvalskoti

Mynd tók Guðmundur Hlífar Ákason .
Mynd tók Guðmundur Hlífar Ákason .

Hvalreki var á Hvalskoti rétt fyrir austan þorpið á Bakkafirði. Um Andanefju var að ræða og er mál manna að hvalskot hafi næstum verið réttnefni í þessu tilviki.

Þetta er í annað sinn sem hval rekur á land á Langanesssvæðinu á skömmum tíma því fyrir nokkrum dögum rak önnur Andarnefja í Dalsfjöru í Þistilsfirði. Var sú tæpir átta metrar á lengd og talsvert farin að lykta samkvæmt fréttavef Langanessbyggðar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×