Innlent

Fjórðungur treystir Geir

Aðeins fjórðungur þjóðarinnar treystir forsætisráðherra til að leiða hana út úr efnahagsþrengingunum sem nú ganga yfir. Framsóknarmenn og Vinstri grænir treysta honum síst. Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent fyrir Stöð 2 sem gerð var í byrjun þessa mánaðar.

Capacent lagði eftirfarandi spurningu fyrir 1100 einstaklinga: Hversu vel eða illa treystir þú Geir H. Haarde, forsætisráðherra, til þess að leiða Ísland út úr þeirri kreppu sem nú stendur yfir?

Svarhlutfallið var 50 prósent. Könnunin var send til þátttakenda í tölvupósti dagana þriðja til áttunda júlí.

Þegar litið er til úrtaksins í heild, þá kemur í ljós að 29 próent svara ekki spurningunni.

46.6 prósent telja að Geir H. Haarde forsætisráðherra sé ekki treystandi til að leiða Ísland út úr þeirri kreppu sen nú stendur yfir. 24.4 prósent treysta honum til að leiða Ísland út úr kreppunni.

Þegar litið er á svörin eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk segist styðja kemur í ljós að flestir Samfylkingamenn taka ekki afstöðu til spurningarinnar, eða rúm 30 prósent. 28.6 prósent Sjálfstæðismanna taka ekki afstöðu og 22.4 prósent vinstri grænna.

Þegar svör þeirra sem taka afstöðu eru skoðuð, kemur í ljós að Vinstri grænir treysta forsætisráðherra illa og einnig Framsóknarmenn. 53.8 prósent Samfylkingamanna treysta honum illa.

Sjálfstæðismenn treysta forsætisráðherra best, eða 63.2 prósent, en 15.9 prósent Samþylkingarmanna. Aðeins 8.3 prósent Framsóknarmanna og 6.5 prósent Vinstri Grænna treysta forsætisráðherra vel til að leiða Ísland út úr þeirri kreppu sem nú stendur yfir.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×