Íslensku safnaverðlaunin 2008 til Byggðasafns Vestfjarða 13. júlí 2008 17:14 Byggðasafn Vestfjarða hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2008 sem Ólafur Ragnar Grímsson afhenti á Bessastöðum í dag. Félag íslenskra safna og safnmanna og Íslandsdeild ICOM - alþjóðaráðs safna, standa saman að verðlaununum og hafa þau verið veitt frá árinu 2000. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá byggðasafninu. Þar segir enn fremur: „Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á söfnum og safnastarfi sem þykir til fyrirmyndar. Í ár var kallað eftir ábendingum frá almenningi og bárust rúmlega sextíu ábendingar. Dómnefnd tilnefndi síðan þrjú söfn til verðlaunanna; Byggðasafn Vestfjarða, Minjasafnið á Akureyri og Safnasafnið á Svalbarðsströnd. Byggðasafn Vestfjarða er einstakt safn í sinni röð og þykir sinna hlutverki sínu á frumlegan og metnaðarfullan hátt. Varðveisla og uppbygging húsakosts safnsins er til fyrirmyndar, þátttaka í rannsóknarstarfi markviss og þjónusta við gesti með þeim hætti að heimsókn í safnið er einstök upplifun. Áherslan á báta og bátavélar Kristín Guðnadóttir, formaður Íslandsdeildar ICOM, flutti rökstuðning dómnefndar. Dómnefnd er skipuð fulltrúum félaganna auk formanns sem er fulltrúi þess safns sem síðast hlaut verðlaunin. Í ár var formaður dómnefndar Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður og forstöðumaður Minjasafns Reykjavíkur sem hlaut verðlaunin árið 2006 m.a. fyrir Landnámssýninguna Reykjavík 871 + /- 2 við Aðalstræti. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár. Byggðasafn Vestfjarða leggur áherslu á að safna bátum og bátavélum og hefur valið þá leið við varðveislu báta að halda þeim sjófærum, sem er heldur óvenjulegur máti að sýna safnkostinn. Safnið hefur umsjón með elsta slipp landsins og stuðlar þannig að því að varðveita verkþekkingu við bátasmíðar. Með þessu fá bátarnir nýtt líf og sýnir það djörfung og metnað þeirra sem stýra safninu að velja þennan hátt við varðveislu báta. Árið 2005 var tekinn í notkun fyrsti áfangi nýs safnhúss, þar sem eru geymslur og verkstæði og þar er safngripum búin góð aðstaða. Við hönnun nýja hússins var tekið mið af umhverfinu og þess gætt að það falli vel að eldri byggð í Neðstakaupstað. Með nýja húsinu er tryggð framúrskarandi aðstaða til innra safnastarfs sem er jafn mikilvægur hverju safni og það sem alla jafna ber meira á." Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Byggðasafn Vestfjarða hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2008 sem Ólafur Ragnar Grímsson afhenti á Bessastöðum í dag. Félag íslenskra safna og safnmanna og Íslandsdeild ICOM - alþjóðaráðs safna, standa saman að verðlaununum og hafa þau verið veitt frá árinu 2000. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá byggðasafninu. Þar segir enn fremur: „Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á söfnum og safnastarfi sem þykir til fyrirmyndar. Í ár var kallað eftir ábendingum frá almenningi og bárust rúmlega sextíu ábendingar. Dómnefnd tilnefndi síðan þrjú söfn til verðlaunanna; Byggðasafn Vestfjarða, Minjasafnið á Akureyri og Safnasafnið á Svalbarðsströnd. Byggðasafn Vestfjarða er einstakt safn í sinni röð og þykir sinna hlutverki sínu á frumlegan og metnaðarfullan hátt. Varðveisla og uppbygging húsakosts safnsins er til fyrirmyndar, þátttaka í rannsóknarstarfi markviss og þjónusta við gesti með þeim hætti að heimsókn í safnið er einstök upplifun. Áherslan á báta og bátavélar Kristín Guðnadóttir, formaður Íslandsdeildar ICOM, flutti rökstuðning dómnefndar. Dómnefnd er skipuð fulltrúum félaganna auk formanns sem er fulltrúi þess safns sem síðast hlaut verðlaunin. Í ár var formaður dómnefndar Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður og forstöðumaður Minjasafns Reykjavíkur sem hlaut verðlaunin árið 2006 m.a. fyrir Landnámssýninguna Reykjavík 871 + /- 2 við Aðalstræti. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár. Byggðasafn Vestfjarða leggur áherslu á að safna bátum og bátavélum og hefur valið þá leið við varðveislu báta að halda þeim sjófærum, sem er heldur óvenjulegur máti að sýna safnkostinn. Safnið hefur umsjón með elsta slipp landsins og stuðlar þannig að því að varðveita verkþekkingu við bátasmíðar. Með þessu fá bátarnir nýtt líf og sýnir það djörfung og metnað þeirra sem stýra safninu að velja þennan hátt við varðveislu báta. Árið 2005 var tekinn í notkun fyrsti áfangi nýs safnhúss, þar sem eru geymslur og verkstæði og þar er safngripum búin góð aðstaða. Við hönnun nýja hússins var tekið mið af umhverfinu og þess gætt að það falli vel að eldri byggð í Neðstakaupstað. Með nýja húsinu er tryggð framúrskarandi aðstaða til innra safnastarfs sem er jafn mikilvægur hverju safni og það sem alla jafna ber meira á."
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira