Innlent

Helstu hálendisvegir opnaðir fyrir umferð - Emstruleið þó ófær

Allir helstu hálendisvegir landsins hafa nú verið opnaðir umferð en þeir eru alla jafna færir jeppum og stærri bílum.

Þannig er búið að opna leiðirnar um Kaldadal, Kjöl, Sprengisand, Fjallabaksleiðir nyrðri og syðri sem og veginn inn í Öskju og Kverkfjöll. Gæsavatnaleið er hins vegar enn lokuð. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir enn fremur að Emstruleið sé ófær vegna vatnavaxta. Þá er allur akstur bannaður á Dynjuleið, milli Sprengisands og Öskju, og að hluta til á Stórasandi vegna aurbleytu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×