Innlent

Um eða yfir 30.000 manns á tónleikum Bjarkar og Sigurósar

Um eða yfir 30.000 manns eru nú komin í Laugardalinn til að hlýða á tónleika Bjarkar og Sigurrósar. Að sögn lögreglunnar hefur allt gengið vel fyrir sig og fólk almennt skilið bílana eftir heima.

Svæðið var opnað nú klukkan fimm og tónleikagestir hvattir til að koma á staðinn fótgangandi eða með strætó. Lögreglan segir að ekki hafi orðið tafir á umferð að ráði utan að þungt er í kringum Sundlaugarveg og Laugarásveg.

Frítt er í fjölskyldu- og húsdýragarðinn á meðan tónleikarnir standa auk þess sem Laugardalslaug verður opin til klukkan hálf tólf í kvöld. Frítt er í sund fyrir þá sem þess óska 

Áformað var að Sigurrós stigi á svið klukkan tuttugu mínútur yfir sjö og Björk klukkan korter yfir níu.













Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×