Lífið

Endurgera slagara Páls Óskars

Örlygur Smári og Páll Óskar. SAMSETT MYND/Vísir.is.
Örlygur Smári og Páll Óskar. SAMSETT MYND/Vísir.is.

„Ég er þessa dagana að endurgera nokkur lög af fyrstu sólóplötunni hans Páls Óskars," svarar Örlygur Smári lagahöfundur þegar Vísir spyr hann frétta.

„Þetta efni verður á væntanlegri plötu sem hann ætlar að gefa út í tilefni af 15 ára starfsafmæli sínu. Lögin sem ég er að vinna verða líka flutt á risatónleikum sem hann ætlar að halda af sama tilefni í haust."

„Lag af þessari plötu mun svo vonandi fara í spilun í júlí, eða um leið og Palli verður búinn að syngja það inn hjá mér og hljóðblöndun verður lokið."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.