Lífið

Magni tekur upp nýja plötu í Danmörku

Magni Ásgeirsson er staddur í Danmörku að taka upp nýja plötu ásamt hljómsveitinni Á móti sól.
Magni Ásgeirsson er staddur í Danmörku að taka upp nýja plötu ásamt hljómsveitinni Á móti sól.

„Við erum staddir í stúdíói í Danmörku í 30 stiga hita, í Lundgard, að taka upp nýja plötu," segir rokkarinn Magni Ásgeirsson þegar Vísir nær tali af honum.

„Hún (platan) ætti að koma út í byrjun nóvember. Það kemur nýtt lag af henni út núna í vikunni, sem við sendum frá Danmörku. Við (hljómsveitin Á móti sól) komum hingað í gær og erum að klára að hljóðblanda lagið hérna úti."

Verslunarmannahelgin bókuð? „ Já við hitum okkur upp á fimmtudeginu á Útlaganum á Flúðum. Það komast ekki margir þar inn en það er bara svo gaman þar. Svo verðum við í Eyjum laugardag og sunnudag."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.