Innlent

Tvær skyttur til taks ef á þarf að halda

Tvær skyttur eru til taks á Skaga ef á þarf að halda. Menn vona þó að ekki þurfi að aflífa björninn.

Dýrið hefur verið á sama stað frá því að lögregla kom á vettvang um tvöleytið að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar, yfirlögregluþjóns á Sauðárkróki. Aðspurður sagðist hann telja að dýrið væri stærra en það sem fellt var á Þverárfjalli fyrir um tveimur vikum.

Aðspurður hvort menn hefðu dregið einhvern lærdóm af síðustu heimsókn sagði Stefán í samtali við fréttamann Stöðvar 2 að tilkynning hefði borist lögreglu um málið á undan fjölmiðlum og þannig að hún hefði getað lokað svæðinu og það gerði alla vinnu auðveldari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×