Innlent

Fréttamannafundur eftir hádegi vegna stóra hassmálsins

Fíkniefnalögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu hafa yfirheyrt Hollendinginn sem tekin var með hátt í 200 kíló af hassi í húsbíl sínum í fyrradag en ekki er gefið upp hvort hann hefur vísað á innlenda vitorðsmenn.

Maðurinn, sem er um sjötugt, mun í áranna rás hafa verið viðriðinn smygl á fíkniefnum hér og þar í heiminum. Lögregla verst frétta um hvort einhverjir íslendingar hafI verið yfirheyrðir eða handteknir vegna rannsóknarinnar en það skýrist væntanlega á fréttamannafundi sem lögreglan ætlar að halda eftir hádegið vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×