Íslenski boltinn

Guðjón: Til í Hearts ef forsendur eru réttar

Guðjón Þórðarson
Guðjón Þórðarson

"Ég get staðfest að það hefur verið leitað til mín og spurt hvort ég hafi áhuga á starfinu. Lengra er það nú ekki komið," segir Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, um fréttir skoskra miðla í morgun þess efnis að hann sé að taka við skoska úrvalsdeildarliðinu Hearts.

"Ég sagði þeim að ég væri tíl í að skoða þetta mál ef forsendur eru réttar. Ég er einfaldlega orðinn of gamall fyrir bull og blaður," segir Guðjón í samtali við Vísi.

Að sögn Guðjóns hefur þetta mál verið í gangi síðan í janúar en hann segist ekki hafa hugmynd um hvað þeir séu að hugsa. Skoska blaðið Daily Record fullyrðir að Guðjón hafi verið staddur í Skotlandi í gær til að skrifa undir samning en Guðjón segir það ekki alls kostar rétt. "Ég var á golfvellinum og náði að spila 27 holur. Þannig er það nú bara," segir Guðjón.

Hearts endaði í áttunda sæti skosku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili. Landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson leikur með liðinu og eigandi þess er hinn skrautlegi litháíski milljarðamæringur Valdimir Romanov. 


Tengdar fréttir

Guðjón sagður taka við Hearts

Skoska blaðið Daily Record slær því upp í dag að Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna í Landsbankadeildinni, hafi verið ráðinn knattspyrnustjóri skoska liðsins Hearts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×