Viðskipti innlent

OECD sér fram á 2ja ára stöðnun á Íslandi

Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) sér fram á stöðnun í íslenska hagkerfinu á næstu tveimur árum samkvæmt nýrri hagspá stofnunarinnar sem kom út í morgun.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Glitnis. Þar segir að samkvæmt OECD mun hagvöxtur dragast saman og verða 0,4% á þessu ári og neikvæður um 0,4% á næsta ári. Samhliða mun atvinnuleysi aukast mikið að mati OECD og verða tæplega 6% á næsta ári.

Í umsögn OECD segir jafnframt að nauðsynlegt sé að peningamálastefna Seðlabankans verði aðhaldssöm á næstu misserum til að tryggja að gengisfall krónunnar hafi ekki langvarandi verðbólgukúf í för með sér.

Þá telur OECD nýlega skiptasamninga Seðlabankans við norræna seðlabanka afar jákvæða enda séu þeir til þess fallnir að auka traust á íslensku efnahagslífi. Engu að síður telur OECD þörf fyrir frekari styrkingu gjaldeyrisforðans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×