Innlent

Mættu með hreinlætistæki til að hreinsa dómsmálaráðuneyti

MYND/Frikki Þór

Nokkar konur mættu í dómsmálaráðuneytið vopnaðar ýmsum hreinlætistækjum til þess að hreinsa ráðuneytið á táknrænan hátt. Vildu þær með því mótmæla úrskurði ráðuneytins varðandi leyfi Goldfinger til nektardans.

Dómsmálaráðuneytið komst að því nýverið að lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins bæri að endurskoða umsögn sína um nektardans á Goldfinger. Lögreglustjórinn hafði áður sent neikvæða umsögn sem hefði átt að verða til þess að leyfi til nektardans yrði ekki veitt.

MYND/Vilhelm

Í tilkynningu frá konunum í morgun sagði að full þörf væri að lofta rækilega út og þrífa út gamaldags viðhorf sem kæmu í veg fyrir að ráðuneytið sinnti skyldum sínum og berðist gegn mansali. Sérfræðingar hefðu síðustu ár keppst við að benda á tengsl milli vændis, nektardans, kláms og mansals. „Þrátt fyrir þetta er umsögn lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins talin of huglæg samkvæmt dómsmálaráðuneytinu og hagsmunir Ásgeirs Davíðssonar teknir fram fyrir baráttuna gegn vændi og mansali, enn einu sinni," segir í tilkynningu kvennanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×