Lífið

Ásdís Rán missti af Hefner

sev skrifar
MYND/ArnoldStúdio
„Partýið var mjög áhugavert, og það var frábært tækifæri að fá að sjá Mansionið," segir fyrirsætan Ásdís Rán sem lætur vel af partýi sem hún fór í Playboy setrinu um helgina.

Einu til tvisvar sinnum á ári heldur Playboykóngurinn sjálfur, Hugh Hefner, einkapartý í setrinu, og þangað kemst ekki hver sem er. Ádís var þó ein þeirra, en aðstoðarkona Hefners bauð henni sérstaklega.

Hefner var þó vant við látinn í þetta sinn, og lét ekki sjá sig í partýinu. „Hann var því miður ekki þarna og ég var frekar fúl yfir því. Hann er víst orðinn frekar gamall og mætir því ekki alltaf," segir Ásdís. Hún kvartar þó ekki, því henni var í kjölfar heimsóknarinnar boðinn sérstakur aðgangur í öll partý sem fara fram í setrinu, og getur því kíkt við eigi hún leið hjá.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.