Innlent

Ráðist á Guðmund í Byrginu

Andri Ólafsson skrifar

Ráðist var á Guðmund Jónsson, sem kenndur er við Byrgið, við heimili hans í Grímsnesi um kvöldmatarleytið í gær.

Samkvæmt heimildum Vísis hlaut Guðmundur minniháttar áverka og hyggst kæra. Árásarmaðurinn var einn á ferð. Auk þess að ráðast á Guðmund vann hann nokkrar skemmdir á bifreið hans þar sem hún stóð fyrir utan hús Guðmundar.

Árásarmaðurinn var svo á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang.

Guðmundur Jónsson var á föstudag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem voru skjólstæðingar hans í meðferðarheimilinu Byrginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×