Innlent

Kynntu sér starfsemi ÍE

Friðrik Danaprins og María prinsessa heimsóttu Íslenska erfðagreiningu í morgun. Fjögurra daga heimsókn þeirra hingað til lands lýkur í dag.

Danski ríkisarfinn Friðrik prins og María prinsessa skoðuðu starfsemina hjá Íslenskri erfðagreiningu í morgun. Farið var með gestina um fyrirtækið og starfssemin útskýrð. Fjögurra daga heimsókn Friðriks prins og Maríu prinsessu lýkur í dag, en dagskráin hefur verið mjög fjölbreytt.

Í gær voru þau í Stykkishólmi. Þar var þeim færð forláta vatnslitamynd af staðnum. Í Grunnskóla Stykkishólms fengu hjónin góðar móttökur hjá nemendum sem kvöddu gestina með söng.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×