Innlent

Kynntu sér starfsemi ÍE

Friðrik Danaprins og María prinsessa heimsóttu Íslenska erfðagreiningu í morgun. Fjögurra daga heimsókn þeirra hingað til lands lýkur í dag.

Danski ríkisarfinn Friðrik prins og María prinsessa skoðuðu starfsemina hjá Íslenskri erfðagreiningu í morgun. Farið var með gestina um fyrirtækið og starfssemin útskýrð. Fjögurra daga heimsókn Friðriks prins og Maríu prinsessu lýkur í dag, en dagskráin hefur verið mjög fjölbreytt.

Í gær voru þau í Stykkishólmi. Þar var þeim færð forláta vatnslitamynd af staðnum. Í Grunnskóla Stykkishólms fengu hjónin góðar móttökur hjá nemendum sem kvöddu gestina með söng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×