Innlent

Var lofað 30 til 50 milljónum fyrir Pólstjörnusmygl

Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, sem sigldu skútu fullri af dópi yfir Atlantshafið í september á síðasta ári, segja að þeim hafi verið lofað 30 til 50 milljónum fyrir verkið. Þeir höfðu samt ekkert annað upp úr því en rúmlega sjö ára fangelsisdóm hvor.

Von um milljónagróða varð til þess að þeir héldu í þessa ferð. Þeir segja að þeim hafi verið lofað 30 til 50 milljónir á mann. Fyrir þá peninga hafi þeir viljað koma á laggirnar fyrirtæki og flytja inn heita potta og fleira frá Noregi.

„Við ætluðum seinna að flytja inn eitthvað allt annað en dóp," segja Guðbjarni og Alvar í ítarlegu viðtali við Karenu Kjartansdóttur, blaðamann á Fréttablaðinu. Karen hitti Guðbjarna, Alvar, Einar Jökul Einarsson, sem fékk 9 og 1/2 árs dóm, og Marínó Einar Árnason, sem fékk 5 og 1/2 árs dóm, á Litla-Hrauni og ræddi við þá um málið frá upphafi til enda og vin þeirra sem þeir segja að sitji saklaus í fangelsi í Færeyjum.

Sjá viðtalið hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×