Alvarleg tíðindi ef hætta þarf loðnuveiðum 20. febrúar 2008 13:40 MYND/GVA Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir það alvarleg tíðindi ef hætta þurfi að loðnuveiðum í dag vegna slakrar stöðu loðnustofnsins. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag.Hulda Aðalbjarnardóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, tók til máls við upphaf þingfundar og vakti athygli á því að forsætisráðherra hefði lýst því yfir að til stæði að endurskoða mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar á þorskkvóta sem ráðist var í í fyrra.Gagnrýndi Hulda aðgerðirnar og sagði þær veikar. Benti hún á að ástandið væri víða orðið erfitt á landsbyggðinni og miðað við nýjustu fregnir af loðnunni myndi ástandi í byggðum landsins vernsa enn. Innti hún Arnbjörgu Sveinsdóttur, formann sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, eftir því hvað liði stefnu í þessum málum.Arnbjörg benti á að ekkert kæmi í staðinn fyrir 60 þúsund tonn á þorski. Vissulega hefði fækkað mjög störfum í hefðbundnum greinum á landsbyggðinni eins og sjávarútvegi og landbúnaði. Það þyrfti að endurskapa atvinnulífið og verið væri að styrkja stoðkerfi atvinnugreinanna. Engin patentlausn væri til en verið væri að vinna að ýmsum verkefnum á vegum ríkisstjórnarinnar.Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði það góðra gjalda vert að ríkisstjórnin horfðist í augu við það að endurskoða þyrfti mótvægisaðgerðir. Hins vegar væri nú hætta á því að loðnuvertíðin væri að misfarast og því væri brýnt að Hafrannsóknarstofnun reyndi til þrautar að kanna hvort hægt sé að veiða meira af loðnunni. Taldi hann eðlilegt að sjávarútvegsnefnd kæmi saman til fundar um málið. Benti hann á að ef loðnuveiðum yrði hætt í dag hyrfu milljarðar úr þjóðarbúinu og sjávarbyggðir á Austfjörðum og Norðausturlandi og Vestmannaeyjar yrðu af miklum fjármunum.Sex ár að koma þroskveiði í 190 þúsund tonn Kristinn H. Gunnarsson gagnrýndi að aðeins skyldu ætlaðir fjórir milljarðar um í mótvægisaðgerðir um fram það sem áður hefði verið ákveðið í samgöngumálum. Það væri viðleitni hjá stjórnvöldum en drægi ekkert á móti þeim samdrætti sem yrði vegna skerðingar á þorskkvóta. Þá sagðist hann hafa upplýsingar um að það tæki sex ár að koma þorskveiðinni upp í 190 þúsund tonn á ný og það þýddi að störfum á landsbyggðini myndi fækka mikið. Fækka myndi á landsbyggðinni um mörg þúsund manns á næstu fjórum árum. Það væri pólitísk ákvörðun að fækka fólki með þessum hætti.Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði mótvægisaðgerðir skiptast í skammtímaaðgerðir og aðrar aðgerðir sem ættu að styrkja atvinnuþættina í byggðarlögunum. Á hverjum degi væri verið að bjóða út ný verkefni á vegum ríkisins og skapa þannig fleiri störf. Verið væri að byggja upp innviði sjávarbyggða.Ráðherra sagði það mjög alvarleg tíðindi ef loðnuveiði yrði hætt en ekki hefði mælst nægilegt magn af henni til að gefa út kvóta. Verið væri á þessari stundu að fara yfir mælingar á stofnstærð loðnunnar og lægju niðurstöður fyrir síðar í dag. Sagði ráðherra rétt að ræða málið á þingi þegar niðurstaða lægi fyrir.Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði ljóst að mótvægisaðgerðir gætu aldrei mætt þeim störfum sem töpuðust vegna kvótaskerðingar. Aðgerðirnar væru hugsagðar til þess að styrkja innviði samfélaga, meðal annars með aðgerðum í samgöngum og fjarskiptum. Sagði Lúðvík að verið væri að færa 12,5 milljarða í verkefni úti á landi og því væri ekki rétt og sanngjarnt að halda því fram að ríkisstjórnin gerði ekkert til að bregðast við kvótaskerðingunni. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir það alvarleg tíðindi ef hætta þurfi að loðnuveiðum í dag vegna slakrar stöðu loðnustofnsins. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag.Hulda Aðalbjarnardóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, tók til máls við upphaf þingfundar og vakti athygli á því að forsætisráðherra hefði lýst því yfir að til stæði að endurskoða mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar á þorskkvóta sem ráðist var í í fyrra.Gagnrýndi Hulda aðgerðirnar og sagði þær veikar. Benti hún á að ástandið væri víða orðið erfitt á landsbyggðinni og miðað við nýjustu fregnir af loðnunni myndi ástandi í byggðum landsins vernsa enn. Innti hún Arnbjörgu Sveinsdóttur, formann sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, eftir því hvað liði stefnu í þessum málum.Arnbjörg benti á að ekkert kæmi í staðinn fyrir 60 þúsund tonn á þorski. Vissulega hefði fækkað mjög störfum í hefðbundnum greinum á landsbyggðinni eins og sjávarútvegi og landbúnaði. Það þyrfti að endurskapa atvinnulífið og verið væri að styrkja stoðkerfi atvinnugreinanna. Engin patentlausn væri til en verið væri að vinna að ýmsum verkefnum á vegum ríkisstjórnarinnar.Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði það góðra gjalda vert að ríkisstjórnin horfðist í augu við það að endurskoða þyrfti mótvægisaðgerðir. Hins vegar væri nú hætta á því að loðnuvertíðin væri að misfarast og því væri brýnt að Hafrannsóknarstofnun reyndi til þrautar að kanna hvort hægt sé að veiða meira af loðnunni. Taldi hann eðlilegt að sjávarútvegsnefnd kæmi saman til fundar um málið. Benti hann á að ef loðnuveiðum yrði hætt í dag hyrfu milljarðar úr þjóðarbúinu og sjávarbyggðir á Austfjörðum og Norðausturlandi og Vestmannaeyjar yrðu af miklum fjármunum.Sex ár að koma þroskveiði í 190 þúsund tonn Kristinn H. Gunnarsson gagnrýndi að aðeins skyldu ætlaðir fjórir milljarðar um í mótvægisaðgerðir um fram það sem áður hefði verið ákveðið í samgöngumálum. Það væri viðleitni hjá stjórnvöldum en drægi ekkert á móti þeim samdrætti sem yrði vegna skerðingar á þorskkvóta. Þá sagðist hann hafa upplýsingar um að það tæki sex ár að koma þorskveiðinni upp í 190 þúsund tonn á ný og það þýddi að störfum á landsbyggðini myndi fækka mikið. Fækka myndi á landsbyggðinni um mörg þúsund manns á næstu fjórum árum. Það væri pólitísk ákvörðun að fækka fólki með þessum hætti.Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði mótvægisaðgerðir skiptast í skammtímaaðgerðir og aðrar aðgerðir sem ættu að styrkja atvinnuþættina í byggðarlögunum. Á hverjum degi væri verið að bjóða út ný verkefni á vegum ríkisins og skapa þannig fleiri störf. Verið væri að byggja upp innviði sjávarbyggða.Ráðherra sagði það mjög alvarleg tíðindi ef loðnuveiði yrði hætt en ekki hefði mælst nægilegt magn af henni til að gefa út kvóta. Verið væri á þessari stundu að fara yfir mælingar á stofnstærð loðnunnar og lægju niðurstöður fyrir síðar í dag. Sagði ráðherra rétt að ræða málið á þingi þegar niðurstaða lægi fyrir.Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði ljóst að mótvægisaðgerðir gætu aldrei mætt þeim störfum sem töpuðust vegna kvótaskerðingar. Aðgerðirnar væru hugsagðar til þess að styrkja innviði samfélaga, meðal annars með aðgerðum í samgöngum og fjarskiptum. Sagði Lúðvík að verið væri að færa 12,5 milljarða í verkefni úti á landi og því væri ekki rétt og sanngjarnt að halda því fram að ríkisstjórnin gerði ekkert til að bregðast við kvótaskerðingunni.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira