Frábærar viðtökur við Brúðguma Baltasars Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 17. janúar 2008 16:41 Aðstandendur myndarinnar á frumsýningunni í gær. „Mér líður bara frábærlega. Ég hef sjaldan fengið svona góð viðbrögð", segir Baltasar Kormákur, leikstjóri. Kvikmynd hans, Brúðguminn, var frumsýnd í stútfullu Háskólabíói í gær. Í ræðu sinni fyrir sýninguna í gær líkti Baltasar því að frumsýna mynd við það að standa nakinn á sviði. Sagði að frumsýningarkvíðinn skánaði ekkert með árunum - þvert á móti versnaði hann. Kvíðinn hefur að líkum til verið óþarfur, en óhætt er að segja að viðtökurnar hafi verið með eindæmum jákvæðar. Sögusvið Brúðgumans er Flatey á miðju sumri. Myndin gerist að miklu leiti um nótt og það er auðvelt að gleyma því að fyrir utan bíósalinn bíði manns metra háir bunkar af snjó þegar íslensk sumarnótt á Breiðafirðinum blasir við á skjánum. Myndin er lauslega byggð á verki Antons Tsjekhovs, Ívanov. Verk Tsjekhovs hafa haft orð á sér fyrir að vera þung og leiðinleg. Slíku er ekki fyrir að fara í Brúðgumanum sem er allt í senn, falleg, dramatísk, sorgleg en ekki síst bráðfyndin. Baltasar segir að meint leiðindi Tsjekhovs skrifist á þá sem setja hann þannig upp „Verk hans verða oft leiðinleg því að hann er tekinn of hátíðlega", segir Baltasar. Brúðguminn var unnin samhliða uppfærslu á Ivanov í Þjóðleikhúsinu, og vann sami hópur leikara og listrænna stjórnenda að báðum verkefnum. Baltasar segir að hann hafi verið búinn að velja leikara áður en handritið hafi verið skrifað, og að persónurnar hafi mótast mjög af leikurunum. Þannig talar Ólafur Egilsson í hlutverki sínu um sjálfsofnæmi sem veldur því að hann missir hárið. Þá átti Lárus, persóna Jóhanns Sigurðssonar, sér ungur þann draum að verða óperusöngvari, líkt og leikarinn sjálfur. „Þetta eru svona hlutir sem koma í gegnum vinnuna, við leikum okkur með þeirra tragikómidíur" segir Baltasar. Það voru ekki bara frumsýningargestir sem hrifust af myndinni. Dreifingarfyrirtækið Wild Bunch í Frakklandi hefur lýst yfir áhuga á að sjá um sölu á myndinni erlendis. Fyrirtækið er eitt hið stærsta á sínu sviði í heimi, og sáu meðal annars um hina geysivinsælu 4 mánuði, 2 vikur og 3 dagar, sem vann meðal annars Gullpálmann á Cannes hátíðinni í fyrra. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
„Mér líður bara frábærlega. Ég hef sjaldan fengið svona góð viðbrögð", segir Baltasar Kormákur, leikstjóri. Kvikmynd hans, Brúðguminn, var frumsýnd í stútfullu Háskólabíói í gær. Í ræðu sinni fyrir sýninguna í gær líkti Baltasar því að frumsýna mynd við það að standa nakinn á sviði. Sagði að frumsýningarkvíðinn skánaði ekkert með árunum - þvert á móti versnaði hann. Kvíðinn hefur að líkum til verið óþarfur, en óhætt er að segja að viðtökurnar hafi verið með eindæmum jákvæðar. Sögusvið Brúðgumans er Flatey á miðju sumri. Myndin gerist að miklu leiti um nótt og það er auðvelt að gleyma því að fyrir utan bíósalinn bíði manns metra háir bunkar af snjó þegar íslensk sumarnótt á Breiðafirðinum blasir við á skjánum. Myndin er lauslega byggð á verki Antons Tsjekhovs, Ívanov. Verk Tsjekhovs hafa haft orð á sér fyrir að vera þung og leiðinleg. Slíku er ekki fyrir að fara í Brúðgumanum sem er allt í senn, falleg, dramatísk, sorgleg en ekki síst bráðfyndin. Baltasar segir að meint leiðindi Tsjekhovs skrifist á þá sem setja hann þannig upp „Verk hans verða oft leiðinleg því að hann er tekinn of hátíðlega", segir Baltasar. Brúðguminn var unnin samhliða uppfærslu á Ivanov í Þjóðleikhúsinu, og vann sami hópur leikara og listrænna stjórnenda að báðum verkefnum. Baltasar segir að hann hafi verið búinn að velja leikara áður en handritið hafi verið skrifað, og að persónurnar hafi mótast mjög af leikurunum. Þannig talar Ólafur Egilsson í hlutverki sínu um sjálfsofnæmi sem veldur því að hann missir hárið. Þá átti Lárus, persóna Jóhanns Sigurðssonar, sér ungur þann draum að verða óperusöngvari, líkt og leikarinn sjálfur. „Þetta eru svona hlutir sem koma í gegnum vinnuna, við leikum okkur með þeirra tragikómidíur" segir Baltasar. Það voru ekki bara frumsýningargestir sem hrifust af myndinni. Dreifingarfyrirtækið Wild Bunch í Frakklandi hefur lýst yfir áhuga á að sjá um sölu á myndinni erlendis. Fyrirtækið er eitt hið stærsta á sínu sviði í heimi, og sáu meðal annars um hina geysivinsælu 4 mánuði, 2 vikur og 3 dagar, sem vann meðal annars Gullpálmann á Cannes hátíðinni í fyrra.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira