Innlent

Skaparinn snýr aftur

Hakakrossinn er áberandi á síðunni
Hakakrossinn er áberandi á síðunni

„Ýmislegt hefur gengið á undarfarnar vikurnar í kynþáttamálum á Íslandi.

Löggimann heimsótti einn af betri hugsandi mönnum landsins og ruddist þar inn með leitarheimild," segir á vefsíðunni skapari.com.

Síðan sem hefur verið gríðarlega umdeild lá niðri í nokkurntíma og voru margir farnir að halda að rasistarnir hefðu hætt við áróður sinn hér á landi. Nú er hún hinsvegar kominn upp aftur og segir í tilkynningu að serverinn sem síðan var vistuð á hafi hrunið.

„Enginn á Íslandi hefur vald eða aðgang til að breyta eða taka niður síðuna - hvað þá löggimann. Þó svo að lög Íslands séu gerð af barnaskap og málfrelsi fótum troðið þá eru til lönd þar sem þessi síða er fullkomlega lögleg og því mun hún verða áfram á netinu, öllum til góðs og mörgum til fræðslu, stuðnings og innblásturs," segir ennfremur á síðunni.

Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn fyrir skömmu og tölva hans gerð upptæk. Hann var grunaður um að hafa sett efni inn á síðuna en honum var sleppt að yfirheyrslu lokinni. Ekki er vitað hvort sá maður sé einn þeirra, eða tengist þeim sem að baki síðunni standa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×