Innlent

Forsætisráðherrafrúin stýrir nefnd um fasteignir heilbrigðisstofnana

Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona Geirs H. Haarde forsætisráðherra, stýrir nýrri nefnd um fasteignir, nýbyggingar og aðstöðu heilbrigðisstofnana, sem Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur sett á laggirnar. Guðlaugur hafnar því að hafa lagt niður framkvæmdanefnd um byggingu Landspítala til þess að losna við Alfreð Þorsteinsson. Guðlaugur sagðist í samtali við Ingu Lind, í Íslandi í dag, hafa staðið fyrir miklum skipulagsbreytingum í heilbrigðisþjónustunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×