Innlent

Þarf að mennta sjúkraflutningamenn úti á landi meira

Auka þarf menntun sjúkraflutningamanna úti á landi og huga sérstaklega að Austurlandi, segir í nýrri úttekt um sjúkraflutninga. Þá er rugl að geyma allar björgunarþyrlurnar í Reykjavík, segir læknir.

Í nýjasta Læknablaðinu fjalla Björn Gunnarsson og Helga Magnúsdóttir, læknar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, um stöðu sjúkraflutninga á landsbyggðinni. Á Akureyri eru höfuðstöðvar sjúkraflugs og þar er einnig sjúkraflutningaskóli. Hins vegar er námstíminn of stuttur samkvæmt niðurstöðu læknanna og þeir benda á fleira sam kalli á úrbætur.

 

Sigurður E. Sigurðsson, yfirlæknir gjörgæsludeildar á Akureyri, hefur farið í ótal vitjanir bæði landleiðina og með flugi á síðustu árum. Hann segir miklar framfarir hafa orðið í sjúkraflutningum en alltaf megi gera betur.

 

Bent er á það í skýrslunni að víða sé erfitt að manna stöður tengdar sjúkraflugi þar sem ekki sé greitt fyrir bakvaktaskyldu. Hjá Slökkviliði Akureyrar segir Þorbjörn Haraldsson liðsstjóri að nýverið hafi verið tekin upp bakvaktaskylda þannig að ná fái menn greiðslur fyrir að standa klárir í sjúkraflug



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×