Innlent

Halastjarna sést frá Íslandi

Mynd af McNaught, tekin Hammerfest í Noregi í fyrradag, 6. janúar.
Mynd af McNaught, tekin Hammerfest í Noregi í fyrradag, 6. janúar. MYND/Roger Johansen

Ný halastjarna birtist óvænt á himni nú eftir áramótin og sést vel með berum augum frá Íslandi kvölds og morgna í dag og næstu daga. Halastjarnan, sem heitir McNaught (eða C/2006 P1), er á leið gegnum innri hluta sólkerfisins. Þegar hún fer næst sólu verður hún helmingi nær sólu en Merkúr, sem er sú pláneta sólkerfisins, sem næst er sólu. Búist er við því að hún verði álíka björt á himni og Venus.



Sést fram til 14. janúar
McNaught halastjarnan. Horft frá Reykjavík í austurátt, mánudagsmorgun 8. janúar um kl 10:30.MYND/Stöð 2
Ef himinn er heiðskír á hún að sjást fram til 14 janúar í rétt fyrir sólarupprás og rétt eftir sólsetur. Á morgnana sæist hún rétt suður af há-austri rétt yfir sjóndeildarhring. Á kvöldin er hún hins vegar rétt yfir sjóndeildarhreingnum í vesturátt.

McNaught heitir eftir Robert H. McNaught, sem uppgötvaði halastjörnuna í ágúst s.l. með Uppsala Schmidt stjörnusjónaukanum á Siding Spring fjalli í Ástralíu. Halastjarnan kemur mönnum á óvart. Erfitt hefur verið að ná mælingum af henni sökum þess að hún hefur leynst bakvið sólina.

Nánari upplýsingar og myndir á spacewaether.com



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×