Guðni Th. Jóhannesson 16. desember 2006 08:00 Guðni Th. Jóhannesson Kosturinn við sagnfræðina er að hún kemur stundum á óvart. Guðni Th. Jóhannesson varpar í riti sinu um svokallaða óvini ríkisins bombu inn í íslenska stjórnmálaumræðu. Þar rekur hann skilvíslega hvernig ríkisstarfsmenn fengu leyfi domar, möglunarlaust, til að hlera síma. Nú liggur hún ósprunginn í garði þjóðarinnar. Samt kannast furðu margir við að hér hafi um áratugi tíðkast símahleranir: málgögn, félagasamtök, einstaklingar í pólitísku vafstri, jafnvel þingmenn, forystumenn verkalýðshreyfingarinnar nutu þess álits hjá fáeinum einstaklingum í opinberri þjónustu að ástæða þótti til hlerana. Guðni dregur fram ótal dæmi frá upphafi þessa, fyrst á árunum þegar stéttaátök eru að magnast hér á landi í hvíta stríðinu og Gúttó-slagnum á þeim árum sem óttinn við kommúnismann var að leggjast á sál margra forystumanna borgaralegra afla. Síðan enn frekar þegar hér var talin ógn af mönnum sem voru hlynntir stórveldunum, þýska og rússneska. Hernámið færði þessa skyldu borgaralegra yfirvalda á herðar hernámsliðanna sem bæði tóku menn úr umferð og fluttu úr landi og heldu lista um óæskilega einstaklinga. Steininn tekur þó úr þegar kemur að óróa meðal borgara vegna stórra deilumála og sem tengjast utanríkispólitík, herstöðva- og hernaðarbandalagssamningum, verkföllum og landhelgismálum. Þá koma við sögu tilraunir sovétmanna til njósna hér og loks rekur Guðni þau tilvik þar sem fylgst var með róttækum hópum, herstöðvaandstæðingum og námsmannahreyfingum. Sögunni lýkur snemma á áttunda áratugnum og þó ekki: enn eru þessi deilumál til umræðu og hafa nú umhverfst í hluta af pólitískri deilu í aðdraganda kosninga í vor. Mönnun gengur satt að segja illa að komast að samkomulagi að allt skuli dregið í dagsljósið og er sú pólarisering heldur kátleg. Síðustu dægrin hafa komið fram heimildamenn sem segja í skjóli nafnleyndar að hleranir hafi tíðkast mun lengur en Guðni hefur gögn um, jafnvel símar lögreglumanna hafi verið hleraðir. Bók Guðna er stór að vöxtum, ríkulega myndskreytt, með heimilda- og tilvitnanaskrám og nafnaskrám: 411 síður. Verkið ber þess nokkur merki að hafa verið unnið í flýti, það er víða fljótaskrift á frásagnarhættinum, setningarvillur fáar en yfirprentað er í nafnaskrá (410) sem er til vitnis um hraða í vinnslu. Eintakið mitt var enn blautt í spjöldum og örk sem benti til hraðrar vinnslu en er að ná sér. Síðustu athugasemdir eru skráðar seint í haust. Átti Guðni að bíða? Atburðarás síðustu vikur sannar að útgáfutíminn var hárréttur, eftirmálin verða skrifuð í aðra miðla en bækur þessar vikur og fram á vor. Það er hárétt greining hjá sagnfræðingnum að rauði þráðurinn í verkinu er ótti: ástæður hans hafa bólgnað svo í vitum manna á öllum þessum tíma, einkum eftir stríðið, að þeir lögðust í eftirlit, brutu þinghelgi og flest borgaraleg réttindi, af litlu eða engu tilefni. Ástæður þeirra reynast nú í dómi sögunnar skoplegar. Sem betur fer voru afleiðingar gerða þeirra ekki alvarlegar eins og þær reyndust víðar um álfur þar sem eins var að staðið: Sovétríkjunum, Austur-Þýskalandi, fasistaríkjunum Spáni og Portúgal og víðar um heim þar sem hægri sinnuð borgaraleg öfl töldu nauðsynlegt að misbeita valdi kjörinna stjórnvalda og embættismanna með svipuðum hætti. Það er samhengi hlerana á Íslandi hvað sem menn gera nú til að slá úr. Guðni fer varlega í að túlka þau gögn sem hann rekur í skipulagðri tímaröð eftir þeim heimildum sem honum eru aðgengilegar. Upprifjun hans tekur oft á sig snið belgs og biðu, hann dvelur ekki í frásögninni, nýtir ekki tækifæri til bollalegginga en lætur gögnin tala. Stöku sinnum varar hann við túlkunum eða dregur þær fram í spurn. Allur er varinn góður: hér skortir á viðtöl við þá opinbera starfsmenn lögreglu og Pósts og síma sem stóðu í skítverkunum. þeir eru enda bundnir trúnaði sem ætti að leysa þá undan hið snararsta svo hreinsa megi út úr þessumfylgsnum. Um leið og Guðni bregður ljósi á skuggaheima borgaralegra stjórnmálamanna og embættismanna er síðari hluti verks hans kúnstug lýsing á Fylkingunni og þeim sem fóru fram í andstöðu gegn heimsvaldastefnunni eins og hún var kölluð. Sá þáttur er ekki síður merkilegur. Og bakvið allt gín við lesanda sú sára staðreynd hvað íslenskt stjórnmálalíf þessa tíma var frumstætt í mörgu. Og eftir vakir su spurning hvort það er þroskaðra nú í ljósi þessara tíðinda? Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
Kosturinn við sagnfræðina er að hún kemur stundum á óvart. Guðni Th. Jóhannesson varpar í riti sinu um svokallaða óvini ríkisins bombu inn í íslenska stjórnmálaumræðu. Þar rekur hann skilvíslega hvernig ríkisstarfsmenn fengu leyfi domar, möglunarlaust, til að hlera síma. Nú liggur hún ósprunginn í garði þjóðarinnar. Samt kannast furðu margir við að hér hafi um áratugi tíðkast símahleranir: málgögn, félagasamtök, einstaklingar í pólitísku vafstri, jafnvel þingmenn, forystumenn verkalýðshreyfingarinnar nutu þess álits hjá fáeinum einstaklingum í opinberri þjónustu að ástæða þótti til hlerana. Guðni dregur fram ótal dæmi frá upphafi þessa, fyrst á árunum þegar stéttaátök eru að magnast hér á landi í hvíta stríðinu og Gúttó-slagnum á þeim árum sem óttinn við kommúnismann var að leggjast á sál margra forystumanna borgaralegra afla. Síðan enn frekar þegar hér var talin ógn af mönnum sem voru hlynntir stórveldunum, þýska og rússneska. Hernámið færði þessa skyldu borgaralegra yfirvalda á herðar hernámsliðanna sem bæði tóku menn úr umferð og fluttu úr landi og heldu lista um óæskilega einstaklinga. Steininn tekur þó úr þegar kemur að óróa meðal borgara vegna stórra deilumála og sem tengjast utanríkispólitík, herstöðva- og hernaðarbandalagssamningum, verkföllum og landhelgismálum. Þá koma við sögu tilraunir sovétmanna til njósna hér og loks rekur Guðni þau tilvik þar sem fylgst var með róttækum hópum, herstöðvaandstæðingum og námsmannahreyfingum. Sögunni lýkur snemma á áttunda áratugnum og þó ekki: enn eru þessi deilumál til umræðu og hafa nú umhverfst í hluta af pólitískri deilu í aðdraganda kosninga í vor. Mönnun gengur satt að segja illa að komast að samkomulagi að allt skuli dregið í dagsljósið og er sú pólarisering heldur kátleg. Síðustu dægrin hafa komið fram heimildamenn sem segja í skjóli nafnleyndar að hleranir hafi tíðkast mun lengur en Guðni hefur gögn um, jafnvel símar lögreglumanna hafi verið hleraðir. Bók Guðna er stór að vöxtum, ríkulega myndskreytt, með heimilda- og tilvitnanaskrám og nafnaskrám: 411 síður. Verkið ber þess nokkur merki að hafa verið unnið í flýti, það er víða fljótaskrift á frásagnarhættinum, setningarvillur fáar en yfirprentað er í nafnaskrá (410) sem er til vitnis um hraða í vinnslu. Eintakið mitt var enn blautt í spjöldum og örk sem benti til hraðrar vinnslu en er að ná sér. Síðustu athugasemdir eru skráðar seint í haust. Átti Guðni að bíða? Atburðarás síðustu vikur sannar að útgáfutíminn var hárréttur, eftirmálin verða skrifuð í aðra miðla en bækur þessar vikur og fram á vor. Það er hárétt greining hjá sagnfræðingnum að rauði þráðurinn í verkinu er ótti: ástæður hans hafa bólgnað svo í vitum manna á öllum þessum tíma, einkum eftir stríðið, að þeir lögðust í eftirlit, brutu þinghelgi og flest borgaraleg réttindi, af litlu eða engu tilefni. Ástæður þeirra reynast nú í dómi sögunnar skoplegar. Sem betur fer voru afleiðingar gerða þeirra ekki alvarlegar eins og þær reyndust víðar um álfur þar sem eins var að staðið: Sovétríkjunum, Austur-Þýskalandi, fasistaríkjunum Spáni og Portúgal og víðar um heim þar sem hægri sinnuð borgaraleg öfl töldu nauðsynlegt að misbeita valdi kjörinna stjórnvalda og embættismanna með svipuðum hætti. Það er samhengi hlerana á Íslandi hvað sem menn gera nú til að slá úr. Guðni fer varlega í að túlka þau gögn sem hann rekur í skipulagðri tímaröð eftir þeim heimildum sem honum eru aðgengilegar. Upprifjun hans tekur oft á sig snið belgs og biðu, hann dvelur ekki í frásögninni, nýtir ekki tækifæri til bollalegginga en lætur gögnin tala. Stöku sinnum varar hann við túlkunum eða dregur þær fram í spurn. Allur er varinn góður: hér skortir á viðtöl við þá opinbera starfsmenn lögreglu og Pósts og síma sem stóðu í skítverkunum. þeir eru enda bundnir trúnaði sem ætti að leysa þá undan hið snararsta svo hreinsa megi út úr þessumfylgsnum. Um leið og Guðni bregður ljósi á skuggaheima borgaralegra stjórnmálamanna og embættismanna er síðari hluti verks hans kúnstug lýsing á Fylkingunni og þeim sem fóru fram í andstöðu gegn heimsvaldastefnunni eins og hún var kölluð. Sá þáttur er ekki síður merkilegur. Og bakvið allt gín við lesanda sú sára staðreynd hvað íslenskt stjórnmálalíf þessa tíma var frumstætt í mörgu. Og eftir vakir su spurning hvort það er þroskaðra nú í ljósi þessara tíðinda? Páll Baldvin Baldvinsson
Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira