Fótbolti

Aron dregur sig úr landsliðinu vegna meiðsla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron í landsleiknum gegn Danmörku á dögunum.
Aron í landsleiknum gegn Danmörku á dögunum. vísir/getty
Aron Jóhannsson, framherji AZ Alkmaar í Hollandi, hefur þurft að draga sig út úr bandaríska landsliðshópnum í knattspyrnu vegna meiðsla á tá.

Aron var aftur valinn í landsliðið á dögunum, en hann hefur mikið verið að glíma við meiðsli. Hann spilaði meðal annars í vináttuleik Bandaríkjanna gegn Danmörku á dögunum þar sem hann náði að skora.

Jordan Morris, leikmaður Seattle Sounders, mun koma inn í hópinn fyrir Aron, en alls er óvíst hvort að þetta séu alvarleg meiðsli hjá Aroni.

Bandaríkin spila við Sviss á þriðjudag, en leikið verður í Sviss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×