Fótbolti

Árni samdi við Jönköpings

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Árni Vilhjálmsson kominn í treyju Jönköpings.
Árni Vilhjálmsson kominn í treyju Jönköpings. mynd/jönköpings
Framherjinn Árni Vilhjálmsson er genginn í raðir Jönköpings í Svíþjóð en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu Jönköpings.

Sænska félagið keypti Árna frá Lilleström í Noregi þar sem hann spilaði í tvö ár en náði ekki að festa sig í sessi. Hann kom heim til Breiðabliks á láni í Pepsi-deildinni í sumar og stóð sig mjög vel.

Þessi 22 ára gamli framherji segir í samtali við fótbolti.net: „Að mínu mati er Jönköpings Södra betri valkostur en Lillestöm fyrir mig því að liðið spilar fótbolta sem passar betur við leikstíl.“

Jönköpings Södra hafnaði í tólfta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og var sex stigum frá umspilssæti. Það skoraði aðeins 32 mörk í 30 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×