Viðskipti innlent

Árni Páll hvetur til að Nubo fái að kaupa Grímsstaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Páll Árnason er efnahags- og viðskiptaráðherra.
Árni Páll Árnason er efnahags- og viðskiptaráðherra.
Ekki liggja fyrir nein efnisrök til að telja hagsmunum Íslands ógnað með nokkrum hætti af erlendri fjárfestingu af þeim toga sem kínverjinn Huang Nubo hefur í hyggju. Þetta kemur fram í umsögn Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem mun meðal annars liggja til grundvallar ákvörðun Ögmundar Jónassonar um það hvort leyfa eigi Nubo að fjárfesta í Grímsstöðum á Fjöllum.

Ráðherra telur það mikilvægt að laða að erlenda fjárfestingu í nýjum atvinnugreinum og draga þannig úr þeim hættum sem íslensku efnahagslífi stafar af erlendum skuldum íslensks atvinnulífs. Erlend fjárfesting falli vel að þeim hugmyndum sem íslensk stjórnvöld hafi kynnt um að erlend fjárfesting eigi helst að koma með ný tækifæri og aukna fjölbreytni í íslenskt efnahagslíf.

Það verður Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að taka endanlega ákvörðun um það hvort Nubo fái að kaupa jörðina. Hann sagði á Alþingi í gær að sú ákvörðun yrði tekin eins skjótt og auðið er, en vildi ekki nefna tímasetningar varðandi það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×