Sport

Arna Stefanía tók Íslandsmetið af Anítu og tryggði sig inn á EM í Belgrad

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arna Stefanía Guðmundsdóttir.
Arna Stefanía Guðmundsdóttir. vísir/hanna
Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH setti mótsmet í 400 metra hlaupi í frjálsíþróttakeppni Reykjaíkurleikanna og hún náði einnig lágmarki fyrir Evrópumótið í Belgrad sem fer fram 3. til 5. mars næstkomandi.

Frjálsíþróttakeppni WOW Reykjavik International Games stendur nú yfir í Laugardalshöllinni.

Arna Stefanía hljóp 400 metrana á 53,92 sekúndum sem er Íslandmet innanhúss hjá 20 til 22 ára.

Arna Stefanía bætti þarna Íslandsmet Anítu Hinriksdóttur sem hljóp á 54,21 sekúndum í febrúar í fyrra. Arna hafði besti hlaupið á 54,40 sekúndum áður.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR setti nýtt persónulegt met og varð önnur á 55,04 sekúndum en þriðja varð síðan Femke Bol frá Hollandi á 55,21 sekúndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×