Innlent

Áramótaheit borgarstjóra: Reykjavík verði herlaust svæði

Mynd/GVA
Jón Gnarr borgarstjóri vill að Reykjavík verði yfirlýst herlaust svæði. Þetta kemur fram á Facebook síðu borgarstjórans þar sem hann segir að áramótaheit sitt í þetta skiptið sé að ná þessu í gegn, áður en hann lætur af embætti borgarstjóra í vor.

Með þessu á hann væntanlega við að herskip erlendra þjóða séu ekki velkomin lengur í hafnir borgarinnar og sama eigi við um herflugvélar á Reykjavíkurflugvelli.

„Ég hef þegar hafið vinnu við þetta“, segir borgarstjórinn og vitnar svo til orða John Lennon um að stríðið sé búið, „ef maður vill að það sé búið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×