Ár Tussunnar Dagur Snær Sævarsson skrifar 22. apríl 2014 11:42 Ég bý í litlum kofa í útjaðri Kaupmannahafnar. Með mér búa hænur, kanínur og konan mín og í garðinum vaxa kartöflur. Fyrir um ári síðan, þegar ég var að setja niður kartöflur með nágranna mínum, fundum við eitthvað járndrasl í moldinni. Hann sagði mér að þetta væri hluti af fjarskiptabúnaði og á háaloftinu hjá mér hafi hann fundið allskonar búnað sem var frá seinni heimsstyrjöldinni. Hér bjó fólk sem hvorki mátti heyra né segja það sem nasistum líkaði ekki við. Ég sagði kúl, Instaði kartöfluna og setti hana niður í moldina. Þegar við vorum búnir fór ég inn, þvoði mér um hendur og fór á Facebook, eins og ég geri stundum fyrir mat. Ég skoðaði fréttir og las athugasemdir lesenda. Þar skrifaði tveggja barna móðir á fertugsaldri til kynsystur sinnar að henni þætti hún vera mella fyrir skoðanir sínar á jafnrétti og tveir menn úthúðuðu múslimum og kölluðu þá öfgafulla raðnauðgara. Ég var á frekar miklum bömmer. Ekki vegna þess að náinn vinur minn er múslimi heldur vegna þess að kartaflan mín fékk bara tvö „like“ á Instagram. Var það vitlaus filter? Um það bil ári síðar (í síðustu viku) las ég frétt hér á Vísi þar sem fjallað var um heimasíðu þar sem birtar voru kynferðislegar myndir af íslenskum stúlkum gegn þeirra vilja. Sumar þeirra voru á fermingaraldri. Í athugasemdakerfinu hófst umræðan. Einn skrifaði „link?“ og bað um hlekk yfir á þessa síðu. Ein stelpa spurði hvað væri að honum. Annar aðili svaraði með því að nafngreina stelpu sem brotið var á. Fáum fannst þetta athugavert og enginn nennti að skipta sér að. Ég kærði manninn sem bað mig og aðra að gefa upp link og þar með dreifa barnaklámi. Umræðan hélt áfram þegar þessi kæra komst í fréttirnar og nú beindust spjótin að mér. Einn benti á að ég hefði líklegast gert „eitthvað“ áður fyrr sem gæti talist óviðeigandi og það er alveg hárrétt. Ég var líka kallaður tussa og annar bað mig um að hífa höfuðskálina úr endaþarminum á mér. Mörgum þótti það fullmikið að ég skuli hafa brugðist við því að brot gegn börnum héldi áfram á fréttasíðu Vísis. En aftur að dótinu í kartöflugarðinum. Ég er ekki þessi týpa sem veltir því fyrir sér á hverjum degi hvort nasistar hafi skotið fólk þar sem ég sef í dag. Þó þykir mér hollt að gera status og skoða hvar ég er staddur í lífinu, bæði persónulega og í hvaða samfélagi ég bý. Þar get ég nefnilega skoðað fortíðina og ákveðið hvort ég taki mínu tjáningarfrelsi sem sjálfsögðum hlut eða hvort ég líti á það sem lýðræðisleg réttindi sem ekki komu af sjálfu sér - og þá - hvort ég umgangist þau af virðingu. Ef Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beitti sömu aðferðum og Gestapo gerði gegn fyrrum eigendum hússins sem ég bý í, hefði ég auðvitað hugsað mig tvisvar um áður en ég sendi kæru af stað. Enda þótt mörgum þyki kæran ansi róttæk, þá er hún ansi smávægileg í samanburði við þau brot sem þessar stúlkur þurfa að þola. Ef nýja skilgreiningin á „hálfvita“ og „tussu“ sé „sá sem opnar munninn þegar brotið er á öðrum,“ vona ég innilega að árið 2014 sé ár tussunnar. Dagur SnærLesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég bý í litlum kofa í útjaðri Kaupmannahafnar. Með mér búa hænur, kanínur og konan mín og í garðinum vaxa kartöflur. Fyrir um ári síðan, þegar ég var að setja niður kartöflur með nágranna mínum, fundum við eitthvað járndrasl í moldinni. Hann sagði mér að þetta væri hluti af fjarskiptabúnaði og á háaloftinu hjá mér hafi hann fundið allskonar búnað sem var frá seinni heimsstyrjöldinni. Hér bjó fólk sem hvorki mátti heyra né segja það sem nasistum líkaði ekki við. Ég sagði kúl, Instaði kartöfluna og setti hana niður í moldina. Þegar við vorum búnir fór ég inn, þvoði mér um hendur og fór á Facebook, eins og ég geri stundum fyrir mat. Ég skoðaði fréttir og las athugasemdir lesenda. Þar skrifaði tveggja barna móðir á fertugsaldri til kynsystur sinnar að henni þætti hún vera mella fyrir skoðanir sínar á jafnrétti og tveir menn úthúðuðu múslimum og kölluðu þá öfgafulla raðnauðgara. Ég var á frekar miklum bömmer. Ekki vegna þess að náinn vinur minn er múslimi heldur vegna þess að kartaflan mín fékk bara tvö „like“ á Instagram. Var það vitlaus filter? Um það bil ári síðar (í síðustu viku) las ég frétt hér á Vísi þar sem fjallað var um heimasíðu þar sem birtar voru kynferðislegar myndir af íslenskum stúlkum gegn þeirra vilja. Sumar þeirra voru á fermingaraldri. Í athugasemdakerfinu hófst umræðan. Einn skrifaði „link?“ og bað um hlekk yfir á þessa síðu. Ein stelpa spurði hvað væri að honum. Annar aðili svaraði með því að nafngreina stelpu sem brotið var á. Fáum fannst þetta athugavert og enginn nennti að skipta sér að. Ég kærði manninn sem bað mig og aðra að gefa upp link og þar með dreifa barnaklámi. Umræðan hélt áfram þegar þessi kæra komst í fréttirnar og nú beindust spjótin að mér. Einn benti á að ég hefði líklegast gert „eitthvað“ áður fyrr sem gæti talist óviðeigandi og það er alveg hárrétt. Ég var líka kallaður tussa og annar bað mig um að hífa höfuðskálina úr endaþarminum á mér. Mörgum þótti það fullmikið að ég skuli hafa brugðist við því að brot gegn börnum héldi áfram á fréttasíðu Vísis. En aftur að dótinu í kartöflugarðinum. Ég er ekki þessi týpa sem veltir því fyrir sér á hverjum degi hvort nasistar hafi skotið fólk þar sem ég sef í dag. Þó þykir mér hollt að gera status og skoða hvar ég er staddur í lífinu, bæði persónulega og í hvaða samfélagi ég bý. Þar get ég nefnilega skoðað fortíðina og ákveðið hvort ég taki mínu tjáningarfrelsi sem sjálfsögðum hlut eða hvort ég líti á það sem lýðræðisleg réttindi sem ekki komu af sjálfu sér - og þá - hvort ég umgangist þau af virðingu. Ef Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beitti sömu aðferðum og Gestapo gerði gegn fyrrum eigendum hússins sem ég bý í, hefði ég auðvitað hugsað mig tvisvar um áður en ég sendi kæru af stað. Enda þótt mörgum þyki kæran ansi róttæk, þá er hún ansi smávægileg í samanburði við þau brot sem þessar stúlkur þurfa að þola. Ef nýja skilgreiningin á „hálfvita“ og „tussu“ sé „sá sem opnar munninn þegar brotið er á öðrum,“ vona ég innilega að árið 2014 sé ár tussunnar. Dagur SnærLesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun