Innlent

Fréttamynd

Svan­dís boðar til blaða­manna­fundar

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 10:30 í dag. Þar mun hún kynna nýtt lagafrumvarp um málefni Grindavíkur. Fundinum verður streymt beint á Vísi.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Heyrist meira af kjaft­æði um lyf en vísinda­legum stað­reyndum

Freyja Jónsdóttir, lektor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, segir ákveðna hópa þurfa að fara varlega þegar þau ferðast erlendis í mikinn hita. Eldra fólk hafi til dæmis minni viðnámsþrótt í miklum hita. Það þurfi að passa upp á sólarvörn og drykki. Það eigi þó alls ekki að hætta að taka lyfin án samráðs við heilbrigðisstarfsmann.

Innlent
Fréttamynd

Fram­boð Viktors Traustasonar er gilt

Viktor Traustason verður í framboði til embættis forseta Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landskjörstjórn. Þar kemur fram að kjörstjórn hafi komið saman klukkan fjögur í dag á fjarfundi og úrskurðaði um gildi framboðs hans.

Innlent
Fréttamynd

Útimarkaðurinn í Mosó hættir

Ákveðið hefur verið að úti­mark­aði Mosskóga í Mosfellsdal, þar sem hægt hefur verið að kaupa varn­ing frá rækt­end­um og framleiðend­um í ná­grenn­inu, verði hætt nú í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Á­fram land­ris og ó­vissa um fram­haldið

Enn mælist landris við Svartsengi og heldur þrýstingur því áfram að byggjast upp í kvikuhólfinu. Hraunflæði úr gígnum sem gýs úr hefur farið minnkandi síðustu daga, en skjálftavirkni á svæðinu aukist.

Innlent
Fréttamynd

Búinn að skila inn undir­skriftum eftir „óvenjulegan“ frest

Viktor Traustason skilaði í morgun inn forsetaframboði sínu í annað sinn eftir að hafa fengið aukafrest til að safna meðmælum. Formaður Landskjörstjórnar segir verulega ágalla hafa verið á meðmælalistum Viktors í fyrstu atrennu. Það sé óvenjulegt að veittur sé frestur þegar ágallar eru meiriháttar, eins og í tilfelli Viktors.

Innlent
Fréttamynd

„Það er norskur sigur í dag“

Í dag klukkan eitt í dag fer Gunnar Örn Hauksson flugmaður til sýslumanns og gerir honum grein fyrir því að hann eigi ekki hundrað milljónir króna til að greiða tryggingu vegna lögbannskröfu á sjókví úti fyrir landi hans á Snæfjallaströnd.

Innlent
Fréttamynd

Betra að fá ó­þægi­legu málin fram fyrr en seinna

Prófessor í stjórnmálafræði segir betra fyrir forsetaframbjóðendur að hafa allt uppi á borðum. Í litlu samfélagi séu margar furðusögur á sveimi og mikilvægt fyrir viðkomandi að fá tækifæri til að leiðrétta þær. Þá segir hún forseta í raun gefa upp frelsi sitt þegar hann er kjörinn, þar sem hann sé á sólarhringsvakt alla daga ársins. 

Innlent