Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sprakk úr hlátri

Jón Gnarr segist ólíklegur til að beita málskotsréttinum nema í öfgatilfellum eins og ef lægi fyrir Alþingi að leiða dauðarefsingar í lög. Þá myndi hann mótmæla því sem forseti og leggja í hendur þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Fimm af tólf skiluðu einungis raf­rænum með­mælum

Fimm af þeim tólf sem skiluðu framboðum sínum til forseta Íslands og lista yfir meðmælendur skiluðu einungis rafrænum meðmælum. Sjö frambjóðendur skiluðu bæði rafrænt og á pappír. Aldrei áður hafa svo margir skilað inn framboði til forseta Íslands. 

Innlent
Fréttamynd

María Sig­rún látin fara úr Kveik

Krafta Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttamanns er ekki lengur óskað í fréttaskýringarþættinum Kveik. Innslag sem hún var með í undirbúningi og vænti að sýnt yrði á þriðjudaginn var ekki þar.

Innlent
Fréttamynd

For­seta­efni streymdu í Hörpu

Í hádegisfréttum fjöllum við um atburðinn í Hörpu nú fyrir hádegið þar sem forsetaefni streymdu að og skiluðu formlega inn framboði til embættis Forseta Íslands. 

Innlent
Fréttamynd

Dregur fram­boðið til baka

Sigríður Hrund Pétursdóttir hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Henni tókst ekki að safna tilskildum fjölda meðmæla, sem skila þarf inn í dag.

Innlent
Fréttamynd

Niðri fyrir vegna Út­laganna

Egill Helgason, fjölmiðlamaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, er á meðal þeirra sem fussar og sveiar yfir óvæntri og óútskýrðri gullhúðun á styttunni Útlagar við Melatorg í Reykjavík. Sagnfræðingur bendir á að málningin muni veðrast strax af.

Innlent
Fréttamynd

Fram­boðs­listar opin­beraðir eftir helgi

Frambjóðendur til embættis forseta Íslands munu skila inn framboðum sínum í Hörpu á morgun. Formlegur framboðslisti mun þó ekki liggja fyrir fyrr en eftir helgi, í fyrsta lagi. Kristín Edwald, formaður landskjörsstjórnar, segir að ýmsu að huga.

Innlent
Fréttamynd

Aug­lýsa eftir „eig­anda“ fjár­muna

Skiptastjóri veit ekki hvað skal gera með fjármuni sem fundust í búi félags þar sem engin gögn eru til. Geri enginn tilkall til fjármunanna mun skiptastjórinn þurfa sjálfur að velja góðgerðarfélag sem fær peningana.

Innlent
Fréttamynd

Ögur­stund og opnunarhóf hjá fram­bjóð­endum

Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út.

Innlent
Fréttamynd

Forsetaslagurinn, leit að eig­anda fjár­muna og rjómablíða

Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu um alla borg í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. Við sjáum frá deginum og ræðum við formann Landskjörstjórnar í beinni útsendingu.

Innlent