Sport

Andy Murray endar árið 2016 sem sá besti í heimi og ensku blöðin fagna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Murray með bikarinn.
Andy Murray með bikarinn. Vísir/Getty
Breski tennisleikarinn Andy Murray verður í efsta sæti heimslistans í tennis þegar nýtt ár rennur í garð. Það er öruggt mál eftir sigur hans á lokamóti atvinnumótaraðarinnar í tennis.

Hinn 29 ára gamli Andy Murray vann Serbann Novak Djokovic í úrslitaleiknum og sá með því til að hvorki Djokovic né aðrir geti náð sér það sem eftir lifir af árinu. Murray náði toppsætinu af Djokovic á dögunum.

Andy Murray var þarna að taka þátt í sínu síðasta móti á árinu en hann endaði 2016-tímabilið á 24 leikja sigurgöngu. Hann vann úrslitaleikinn á móti Novak Djokovic 6-3 og 6-4.

Næst á dagskrá hjá Andy Murray er að taka sér smá frí en fara svo að undirbúa sig fyrir opna ástralska mótið í janúar. Murray hefur tapað fimm úrslitaleikjum á opna ástralska mótinu þar af fjórum þeirra á móti Novak Djokovic.

Enski blöðin eru sátt með sinn mann og Andy Murray átti flestar af forsíðum morgunsins í Bretlandi eins og sjá má hér fyrir neðan.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×