Íslenski boltinn

Andri: Við bíðum spenntir eftir sigri

Kristinn Páll Teitsson skrifar

Andri Marteinsson, þjálfari Hauka, var ánægður með lið sitt eftir að þeir fóru í Laugardalinn og náðu jafntefli við Fram. Með jafnteflinu fá Haukar fjórða stigið sitt en eru þó enn sigurlausir á botninum.

„Fyrirfram hefði maður verið ánægður með stig hérna og ég er ánægður með stigið sem við fengum á útivelli gegn liði sem er í toppbaráttunni. Þessi leikur var hinsvegar þannig að bæði lið gátu unnið þetta og mér fannst við líklegri, við þurftum meira á þessu að halda og ég er þess vegna pínu svekktur að þetta skildi ekki verða þrjú stig en þetta var eitt. Við bíðum ennþá spennt í Hafnafirðinum eftir fyrsta sigrinum."

Þetta var í fyrsta sinn í sumar sem Haukar halda hreinu og var Andri ánægður með það ásamt öðru í spilamennsku liðsins.

„Það var margt jákvætt í þessum leik, við vorum í takt allan tímann og við fengum ekki á okkur mark sem hefur ekki gerst lengi. Við fengum ekki á okkur mörg færi, létum boltann ganga vel en það vantaði aðeins hærra tempó í sóknarleikinn. Fram spilar varfærnislega, við lögðum ekki upp með að fara varfærnislega í þetta en mér fannst strákarnir fara inná sama tempó og Fram. "

Úlfar Hrafn Pálsson fór meiddur af velli í börum í seinni hálfleik og var Andri spenntur eftir niðurstöðunum úr því.

„ Hann fékk slæmt högg, ökklinn hans tognaði þannig að við þurfum að bíða eftir niðurstöðunum úr því. Það er ekki hægt að segja neitt fyrr en




Fleiri fréttir

Sjá meira


×