Lífið

Amish-menn færa heilu húsin með handafli

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjáskot
Lifnaðarhættir Amish-fólksins heilla marga. Þeir hafa lengi verið þekktir fyrir að vera mjög hæfir smiðir, án þess þó að þeir noti rafmagnstæki við vinnu sína.

Krana nota þeir ekki heldur samkvæmt meðfylgjandi myndböndum. Þar má sjá stóran hóp manna halda á heilli hlöðu, sem hafði verið byggð áður en grunnurinn var klár.

Sjón er sögu ríkari.

Mikill fjöldi Amish manna lyfta hér heilli hlöðu og flytja hana á grunninn þar sem henni er ætlað að standa. Hér má einnig sjá hús flutt, þó það sé nú ekki hlaða getur þetta verið létt verk. Hér má sjá gamalt timelapse af fjölda manna reisa hlöðu eftir kúnstarinnar reglum. Hér má þó sjá hvernig þessi vinna gengur fyrir sig á eðlilegum hraða.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×