Innlent

Amfetamínverð ekki verið lægra í áratug

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Amfetamínið sem er í umferð virðist ekki standast gæðakröfur markaðarins.
Amfetamínið sem er í umferð virðist ekki standast gæðakröfur markaðarins.
Amfetamínverð nú er það lægsta í áratug. Þetta kemur fram í mánaðarlegri verðkönnun SÁÁ á vímuefnum. Líklegasta ástæðan fyrir því er að efnið sem nú er selt hér á landi sé lélegt og standist ekki samanburð við rítalín-lyf sem fáanleg eru á svörtum markaði.

Frá aldamótum hafa samtökin gert úttekt á verðlagi ólöglegra vímuefna. Könnunin fer fram þannig að innritaðir sjúklingar, sem hafa heilsu til, eru spurðir hvort þeir hafi keypt ólögleg vímuefni síðastliðnar tvær vikur og þá hve mikið þeir hafi greitt fyrir þau.

Samkvæmt úttektinni kostar gramm af amfetamíni nú tæpar 4.000 krónur og hefur ekki verið lægra síðan í upphafi árs 2005. Verðið hefur fallið um fimmtung frá því um áramót en þá kostaði grammið rúmlega 5.200 krónur.

Dýrustu efnin eru sem áður kókaín, MDMA og heróín en þó er rétt að taka fram að það er ekki alltaf einhver svarenda könnunarinnar sem hefur keypt síðarnefndu efnin.

Inn á heimasíðu SÁÁ kemur fram að fíkniefnamarkaðurinn virðist vera nokkuð þróaður hér á landi og verðin nokkuð stöðug. Nokkuð jafnvægi virðist vera á milli framboðs og eftirspurnar.


Tengdar fréttir

Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga

Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×