Skoðun

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

Bryndís Silja Pálmadóttir skrifar
Í dag er árið 2014. Milljónir manna um allan heim eru á flótta frá skelfilegum aðstæðum og er veröld þeirra í molum. Það er erfitt að sjá fyrir sér einstaklinga sem lifa og anda í fjarlægum löndum, og stundum er næstum er líkt og eins og þetta fólkið sé ekki til nema á litríkum sjónvarpsskjáum og sorglegum fréttamyndum. Líf í flóttamannabúðum er þeirra raunveruleiki. Að lifa og hrærast í flóttamannabúðum er raunveruleiki þessa fólks.

Þegar ég var yngri sá ég flóttamannabúðir fyrir mér sem líf í tjöldum. Þar sæti grátandi andlitslaust fólk og þar sprautuðu læknar móðurlaus börn við sjúkdómum undir rauðum krossi. Flóttamannabúðir væru nokkurskonar biðsalur fyrir fólk sem væri ekki til.

Að vissu leyti var þessi ímynd mín rétt. Flóttamannabúðir eru að einhverju leyti biðsalur fyrir fólk sem að heimurinn rúmar ekki. En flóttamannabúðir eru svo mikið meira. Flóttamannabúðir er staður þar sem fólk lifir og hrærist - og tjöldin geta jafnvel orðið að steinsteypu með tímanum. Í flóttamannabúðum lifa milljónir einstaklinga í biðstöðu, en vilja framar öllu viðhalda eins venjulegu lífi og mögulegt er. Um helmingur flóttamanna eru konur, margar hverjar hafa sem bíða en vilja samt sem áður lifa og þroskast, og meðal þeirra eru konur. Þessar konur hafa tapað stórum hluta lífs síns og þær þurfa þær að fóta sig í nýjum veruleika.

8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Mannréttindabaráttunni er hvergi nær lokið þegar að flóttamannabúðum er lítið. UN Women styrkir mikilvægt starf í flóttamannabúðum um heim allan þar sem konur fá aðstoð við að að feta ný skref. Sem dæmi má nefna Starf UN Women í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu. Þar hefur verið komið á fót athvarfi þar sem konur og stúlkur fá tækifæri til þess að afla sér nýja þekkingu og starfsþjálfum til þess að framfleyta sér og fjölskyldum sínum. Þess utan stuðlar vinnuframlag kvennanakvennanna að nýju viðhorfi um hlutverk kynjannna innan fjölskyldunnar og eru konurnar stoltar af því að vera fyrirvinna fjölskylduna. Ungmennaráð Un Women á Íslandi hefur verið starfrækt frá haustinu 2012. Við vinnum að því að auka fræðslu meðal ungs fólks á Íslandi á málefnum kvenna um heim allan. Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti er því við hæfi að ungt fólk minnist jafningja sinna um heim allan í flóttamannabúðum sem ekki eiga örugga framtíð en einnig þeim sigrum sem hafa náðst í baráttunni fyrir friði og jafnrétti.

Fyrir hönd Ungmennaráðs UN Women á Íslandi,

Bryndís Silja




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×