Innlent

Alþingi samþykkti lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alþingi samþykkti í dag frumvarp um breytingar á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög.

Samkvæmt frumvarpinu verður fyrirtækjum skylt að gæta að kynjahlutföllum í stjórnum hlutafélaga. Skylt verði að sundurliða upplýsingar um hlutföll kynja í stjórnum hlutafélaga í tilkynningum um stjórnir til hlutafélagaskrár. Í hlutafélögum, þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli verður jafnframt skylt að sundurliða upplýsingar um hlutföll kynjanna meðal starfsmanna og stjórnenda félagsins.

Þá verður skylt að gæta að kynjahlutföllum við ráðningu framkvæmdastjóra og verður fyrirtækjum gert skylt að gefa hlutafélagaskrá upplýsingar í tilkynningum til skrárinnar um hlutföll kynjanna meðal framkvæmdastjóra.

Frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 32 þingmanna úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki. Ellefu greiddu ekki atkvæði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×