Fótbolti

Alfreð lítið orðið var við efnahagsvandamálin í Grikklandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alfreð Finnbogason á æfingu með landsliðinu í dag.
Alfreð Finnbogason á æfingu með landsliðinu í dag. Vísir/Valli
Framherjinn Alfreð Finnbogason þekkir hollenska boltann út og inn. Alfreð varð markakóngur deildarinnar með heerenveen tímabilið 2013-2014 og segir gríðarlega pressu á leikmönnum Hollands. 

Sjónvarpsviðtal við Alfreð má sjá neðst í fréttinni.

„Það er nýr þjálfari og þeir vilja sýna að þeir séu á réttri leið. Það er gríðarleg pressa á leikmönnum í hollandi. Ég þekki umræðuna hérna nokkuð vel. Fyrstu mínúturnar munu þeir koma með allar byssurnar úti og þar munu okkar möguleikar liggja og pláss skapast fyrir aftan þá. Með fullri virðingu fyrir þeim þá eru þeir ekki með bestu varnarmennina þótt þeir seú með góða sóknarmenn. Ef við spilum eins vörn þar sem þeir fá bara eitt tvö færi þá eigum við mikla möguleika.“

Byrjaður að læra grísku

Alfreð er nýgenginn í raðir Olympiacos í Grikklandi. Hann er mikill tungumálamaður og talar bæði hollensku og spænsku eftir dvöl sína þar. En hvernig er grískan?

„Ég er búinn að taka nokkra tíma þannig að vonandi kemur þetta fljótt. Þetta tekur kannski aðeins lengri tíma en spænskan, öðruvísi grunnur og eitthvað sem maður þekkir ekki. Gefum þessu nokkra mánuði, ég ætla að gera mitt besta.“

Alfreð segist ekki hafa orðið mikið var við efnahagsvandamál í Grikklandi.

Bjartsýnn á að skora 

„Nei, í raun og veru ekki. Ég held að þetta sé svolítið ofgert í fjölmiðlum, svipað og þegar var kreppa á Íslandi og sýndar voru myndir af Austurvelli sem gáfu ekki alveg rétta mynd af  því sem var að gerast alls staðar annars staðar í kring. Grikkirnir eru ekki mikið að stressa sig á þessu.

Alfreð hefur glímt við meiðsli í nára en vonast til að spila og jafnvel skora á fimmtudaginn.

„Ég hef skorað hjá þessum markverði og á þessum velli. Ég þekki tilfinninguna og er mjög bjartsýnn á það.“


Tengdar fréttir

Birkir Bjarna bætir við sig fimmta tungumálinu

Birkir Bjarnason segir að honum líki lífið vel í Sviss eftir flutningana frá Ítalíu í sumar. Birkir leikur með Basel sem hefur farið vel af stað í deildinni þótt liðinu hafi skrikað fótur í forkeppni Meistaradeildar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×