Innlent

Álfheiður og Siv kjörnar formenn í Norðulandaráði

Siv og Álfheiður í Osló í dag
Siv og Álfheiður í Osló í dag mynd úr einkasafni
Álfheiður Ingadóttir og Siv Friðleifsdóttir voru í dag kjörnar formenn í norrænum flokkahópum sínum í Norðurlandaráði í Osló.

Álfheiður var kjörin formaður flokkahóps vinstri grænna og Siv formaður flokkahóps miðjumanna.

Í tilkynningu segir segir að í flokkahópi vinstri grænna eru þingmenn Norðurlanda, Færeyja og Grænlands sem tilheyra 8 flokkum. Í flokkahópi miðjumanna í Norðurlandaráði eru þingmenn Norðurlandanna og sjálfstjórnarsvæðanna sem tilheyra frjálslyndum miðjuflokkum, grænum og kristilegum demókrataflokkum. Alls á 21 flokkur aðild að flokkahópi miðjumanna.

Í Norðurlandaráði eru einnig flokkahópar hægri manna og sósíaldemókrata.

„Flokkahóparnir mynda kjarnann í starfi Norðurlandaráðs. Norðurlandaráð, sem var stofnað 1952, er samstarf 87 þingmanna Norðurlandanna og sjálfstjórnarsvæðanna og er eitt elsta og umfangsmesta svæðasamstarfs í heimi. Pólitíska samstarfið byggir á sameiginlegum gildum og vilja til þess að ná árangri sem stuðlar að öfluri þróun og eykur færni og samkeppnishæfni Norðurlanda,“ segir í tilkynningu.

Siv er einnig formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×