LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR NÝJAST 09:00

Ţjónusta á forsendum ţolenda ofbeldis

FRÉTTIR

Ákćruvaldiđ leggst gegn ţví ađ Atli fái lögmannsréttindi á ný

 
Innlent
15:55 20. JANÚAR 2016
Atli uppfyllti skilyrđi ráđuneytisins um uppreist ćru.
Atli uppfyllti skilyrđi ráđuneytisins um uppreist ćru. VÍSIR/NFS

Ákæruvaldið krafðist þess við í fyrirtöku í máli Atla Helgasonar í dag að honum yrðu ekki veitt lögmannsréttindi á ný en hann var sviptur þeim þegar hann var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp árið 2001. Sjálfur mætti Atli ekki við fyrirtökuna en málflutningur fer fram þann 1. febrúar.

Atli, sem losnaði úr fangelsi árið 2010, hefur nú fengið uppreist æru og er því með óflekkað mannorð. Í kjölfarið lagði hann fram beiðni um að fá lögmannsréttindi sín á ný en lögmenn þurfa að hafa óflekkað mannorð til að mega starfa sem slíkir.

Við fyrirtöku málsins í dag lagði ákæruvaldið fram ýmis gögn, meðal annars umsögn frá Lögmannafélagi Íslands.

Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins, sagði í samtali við Vísi í gær að félagið liti svo á að óheimilt væri að veita einstaklingi lögmannsréttindi á ný án meðmæla frá Lögmannafélaginu auk þess sem viðkomandi þurfi að standast prófraun sem er sú sama og menn þreyta í tengslum við öflun héraðsdómslögmannsréttinda.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Ákćruvaldiđ leggst gegn ţví ađ Atli fái lögmannsréttindi á ný
Fara efst