Innlent

Ágætis ferðaveður um verslunarmannahelgina

Randver Kári Randversson skrifar
Útlit er fyrir ágætis útileguveður um verslunarmannahelgina.
Útlit er fyrir ágætis útileguveður um verslunarmannahelgina. Vísir/Anton
Miðað við nýjustu spá Veðurstofu Íslands lítur út fyrir nokkuð hægan vind með skúrum víða um land um verslunarmannahelgina. Þurrast verður á norðvestanverðu landinu, þar sem gæti jafnvel orðið nokkuð bjart.  

Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni er í rauninni ekkert öfgaveður á leiðinni. Í stuttu máli hægur vindur og stöku skúrir víða um land. Lítið sé um einhver ákveðin kerfi og því sé erfitt að slá einhverju föstu um það hvar nákvæmlega verði úrkoma og hvenær hún geri vart við sig.

Mjög keimlíkt veður verði víðast hvar um landið, hægur vindur og smávægileg úrkoma, sem séu ágætis aðstæður til að ferðast og fara í útilegu.

Hér fyrir neðan má hvernig veðurspáin lítur út kl. 15 á föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×