Innlent

Afturkalla vegafé í Borgarbyggð

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í Borgarfirði.
Í Borgarfirði. vísir/vilhelm
Sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsir yfir vonbrigðum með fyrirætlanir um að felldar verðir niður fjárveitingar frá ríkinu til þeirra vegaframkvæmda sem voru fyrirhugaðar 2017 í Borgarbyggð samkvæmt Vegaáætlun 2016.

„Daglega aka íbúar varasama malarvegi á leið til skóla og vinnu. Ennfremur knýr mikil aukning ferðafólks á með auknum þunga að unnið verði að nauðsynlegri uppbyggingu vegakerfis í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnin hvetur þingmenn kjördæmisins til að standa vörð um hagsmuni Borgarbyggðar og Vesturlands í þessu efni þannig að nauðsynleg uppbygging og viðhald vegakerfisins dragist ekki enn frekar en orðið er,“ segir í ályktun.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×