Afturhaldskommatittir á Alþingi 29. nóvember 2004 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra kallaði þingmenn Samfylkingarinnar „afturhaldskommatitti“ í umræðum á Alþingi í dag. Deilt var um ummæli þingflokksformanns Framsóknarflokksins sem kvaðst í gær reiðubúinn til að endurskoða hvort Ísland ætti að vera á lista hinna viljugu þjóða. Menn eru á þeirri skoðu í stjórnarmeirihlutanum að Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hafi hlaupið á sig þegar hann sagði í Silfri Egils í gær að það kæmi til greina að Íslendingar afturkölluðu stuðning sinn við stríðið í Írak og færu af lista hinna staðföstu þjóða. Ummælin komu ríkisstjórninni í nokkurna vanda á þingingu í dag. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði umræðuna á algjörum villigötum. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hrósaði Hjálmari fyrir ummælin og sagðist vænta þess að hann væri fyrstur af fleirum sem kæmu í lið stjórnarandstöðunnar í málinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, hældi Hjálmari sömuleiðis og sagði þetta djarflega mælt. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sennilega hafa brotið landslög þegar hann ákvað að styðja innrásina í Írak og ætti því sennilega að segja af sér. „Hann hefur ekki skýrt það fyrir okkur og hann kemur hér upp í stólinn og segir okkur ekki einu sinni hvort að Hjálmar Árnason sé skilinn við flokkinn eða hvort hann er ennþá í heitum ástartengslum við hann,“ sagði Mörður. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði að yrðu Íslendingar teknir af lista stuðningsþjóða innrásarinnar í Írak nú jafngilti það því að hann færi upp á Landspítalann og segði að hann tæki til baka samþykki sitt fyrir krabbameinsaðgerðinni sem framkvæmd var í sumar. „Það yrði bara litið á mig eins og hvert annað fífl,“ sagði ráðherrann og bætti því svo við að Samfylkingin væri „eins og gamall afturhaldskommatittsflokkur og ætlar sér aldrei að verða stór og getur því ekki stutt verðugt verkefni eins og þetta.“ Halldór Ásgrímsson sagði það jafngilda því að hætta að styðja uppbyggingarstarf í Írak ef menn færu út af listanum. Á hitt má benda að þjóðir sem ekki voru á lista hinna viljugu, eins og Noregur sem utanríkisráðherra benti á, taka nú eða hyggjast taka þátt í uppbyggingarstarfi í Írak. Forsætisráðherra spurði jafnframt þingmenn Samfylkingar hvort þeir vissu ekki að innrásin væri löngu búin. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra kallaði þingmenn Samfylkingarinnar „afturhaldskommatitti“ í umræðum á Alþingi í dag. Deilt var um ummæli þingflokksformanns Framsóknarflokksins sem kvaðst í gær reiðubúinn til að endurskoða hvort Ísland ætti að vera á lista hinna viljugu þjóða. Menn eru á þeirri skoðu í stjórnarmeirihlutanum að Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hafi hlaupið á sig þegar hann sagði í Silfri Egils í gær að það kæmi til greina að Íslendingar afturkölluðu stuðning sinn við stríðið í Írak og færu af lista hinna staðföstu þjóða. Ummælin komu ríkisstjórninni í nokkurna vanda á þingingu í dag. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði umræðuna á algjörum villigötum. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hrósaði Hjálmari fyrir ummælin og sagðist vænta þess að hann væri fyrstur af fleirum sem kæmu í lið stjórnarandstöðunnar í málinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, hældi Hjálmari sömuleiðis og sagði þetta djarflega mælt. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sennilega hafa brotið landslög þegar hann ákvað að styðja innrásina í Írak og ætti því sennilega að segja af sér. „Hann hefur ekki skýrt það fyrir okkur og hann kemur hér upp í stólinn og segir okkur ekki einu sinni hvort að Hjálmar Árnason sé skilinn við flokkinn eða hvort hann er ennþá í heitum ástartengslum við hann,“ sagði Mörður. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði að yrðu Íslendingar teknir af lista stuðningsþjóða innrásarinnar í Írak nú jafngilti það því að hann færi upp á Landspítalann og segði að hann tæki til baka samþykki sitt fyrir krabbameinsaðgerðinni sem framkvæmd var í sumar. „Það yrði bara litið á mig eins og hvert annað fífl,“ sagði ráðherrann og bætti því svo við að Samfylkingin væri „eins og gamall afturhaldskommatittsflokkur og ætlar sér aldrei að verða stór og getur því ekki stutt verðugt verkefni eins og þetta.“ Halldór Ásgrímsson sagði það jafngilda því að hætta að styðja uppbyggingarstarf í Írak ef menn færu út af listanum. Á hitt má benda að þjóðir sem ekki voru á lista hinna viljugu, eins og Noregur sem utanríkisráðherra benti á, taka nú eða hyggjast taka þátt í uppbyggingarstarfi í Írak. Forsætisráðherra spurði jafnframt þingmenn Samfylkingar hvort þeir vissu ekki að innrásin væri löngu búin.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira