Innlent

Aftur óvissustig á Landspítalanum

Síðdegis í gær var ákveðið að grípa á ný til þess að virkja viðbragðsáætlun Landspítalans og setja hann á óvissustig.

Ástæðan er skortur á sjúkrarýmum en 37 sjúklingar eru í einangrun og nú liggja um fjörutíu fleiri sjúklingar á spítalanum en það sem venjuleg mönnun gerir ráð fyrir. Meðal annars hefur verið gripið til þess ráðs að flytja sjúklinga á aðrar sjúkrastofnanir.

Alls bíða á Landspítala eftir vistun á hjúkrunarheimilum 47 sjúklingar sem þegar eru komnir með vistunarmat. Að auki bíða 55 sjúklingar á spítalanum eftir 7 daga öldrunarendurhæfingu og hefur sá fjöldi aldrei verið meiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×