SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR NÝJAST 13:57

Snorri og Saga trúlofuđ

LÍFIĐ

Afríkusambandiđ styrkir íslenskt jarđhitaverkefni

 
Viđskipti innlent
08:10 26. MAÍ 2014
Guđmundur Ţóroddsson er forstjóri Reykjavik Geothermal.
Guđmundur Ţóroddsson er forstjóri Reykjavik Geothermal.

Íslenska fyrirtækið Reykjavik Geothermal og Afríkusambandið undirrita í dag samning um styrk til jarðhitaborana í Eþíópíu á alþjóðlegum fundi styrktaraðila jarðhitaþróunar í Austur Afríku sem haldinn verður í Reykjavík.

Í tilkynningu segir að styrkurinn sé veittur úr Áhættudreifingarsjóði fyrir jarðhita í Austur-Afríku en honum er ætlað  að styrkja boranir á jarðhitasvæðum í Austur Afríku. Sjóðurinn er undir stjórn Afríkusambandsins en hann er fjármagnaður af ráðuneyti þróunarmála í Þýskalandi og Innviðasjóði Evrópusambandsins fyrir Afríku í samvinnu við þýska þróunarbankann.

Styrkurinn er veittur til borunar á tveimur jarðhitaholum og getur numið allt að 8 milljónum bandaríkjadala, eða um 900 milljónum íslenskra króna.

Heildarfjárfesting nemur fjórum milljörðum dala

„Íslenska fyrirtækið Reykjavik Geothermal (RG) hefur samið við ríkisstjórn Eþíópíu um þróun á 1.000 MWjarðhitaverkefni sem staðsett verður í eþíópíska sigdalnum (Main Ethiopian Rift). Áætlað er að verkefninu verði skipt í tvær 500 MW virkjanir sem hvor um sig verði þróuð í áföngum. Virkjanirnar nýta jarðhita frá þremur svæðum í sigdalnum, Corbetti, Tulu Moye og Abaya. Allt rafmagn verður selt til Ethiopian Electric Power(EEP), sem er ríkisorkufyrirtæki Eþíópíu. Áætlað er að árleg orkuframleiðsla fyrri virkjunarinnar (Corbetti) geti orðið um 4.000 GWh. Heildarfjárfesting fyrir virkjanirnar tvær verður um 4 milljarðar bandaríkjadala eða um 450 milljarðar íslenskra króna.Utanríkisráðuneytið hefur um áraraðir verið ötull stuðningsaðili jarðhitaþróunar í Austur Afríku og hefur náð góðum árangri í uppbyggingu jarðhitaþekkingar meðal þessara þjóða. Hinn alþjóðlegi fundur styrktaraðila jarðhitaþróunar í Austur Afríku er haldinn af Framkvæmdastjórn Afríkusambandsins og Þróunarsamvinnustofnun Íslands,“ segir í tilkynningunni.

„Samningurinn verður undirritaður af Dr. ElhamMahmoud Ahmed Ibrahim, framkvæmdastjóra innviða og orkumála hjá Afríkusambandinu og Þorleifi Finnssyni, yfirmanni verkefnaþróunar hjá Reykjavik Geothermal,“ segir ennfremur.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Afríkusambandiđ styrkir íslenskt jarđhitaverkefni
Fara efst