Skoðun

Af prísamergð til handa Austurhöfn

Örnólfur Hall skrifar
Á netinu má sjá fjölda ýmissa verðlauna í byggingarlist, um hundrað talsins, svonefnd Architecture Awards (AA), fyrir áhugaverðustu byggingar í heimi. Ósköpin öll af byggingum hampa AA-prísum, hver annarri heimsfrægari. Ein verðlaun kalla gjarnan á hrinu annarra – eins og tíðkast í heimi sjóbisnissins.

Margir arkitektar í Evrópu hafa um þetta stór orð og eru uggandi vegna þessarar þróunar. Þeir segja að fjölmiðla- og áróðursmeistarar risastóru teiknistofanna séu duglegir við að afla þeim prísa úr þeirri miklu prísaflóru. Altalaður er ábatasamur verðlaunaiðnaður.

Stórgóðir arkitektar með afburðaverk, en á litlum teiknistofum, eiga litla sem enga möguleika á þessu sviði og segjast hvorki hafa burði til að „lobbýa“ né eiga gilda sjóði til að koma sér á framfæri við verðlaunaveitendurna.

Fjöldi arkitekta furðar sig á 1. sætinu við úthlutun síðustu Mies-verðlauna, og þá einkum hvers vegna sneitt var hjá frábæru torglausninni í Ghent í Belgíu, verki á viðkvæmum stað við miðaldabyggingar, lausn sem er afgerandi í anda Mies van der Rohe sjálfs, með einkunnarorð sín, Less Is More, og mjög rómuð af UNESCO. Verkefnið fékk flest atkvæði evrópskra arkitekta og áhugafólks um byggingarlist, sem veittu því 70% atkvæða. Hins vegar fékk Mies-prísinn verk með aðeins 10% atkvæða að baki sér. Hvers vegna? er spurt.

Antonio Borghi, formaður ACE, Sambands evrópskra arkitekta, hafði umsjón með kosningunni, en verðlaunin voru hins vegar í höndum sérstakrar úthlutunarnefndar sem taldi að efnisgerð og hæð tónlistarhússins við Austurhöfn félli stórvel að umhverfi Kvosarinnar!

Geta má einnig um svonefnd LEAF-verðlaun, sem ýmsir vita að stendur fyrir Life, Earth and Air Friendly Design og að baki þeim eru ýmis samtök sem veita verðlaun undir þessari yfirskrift. Ein þeirra eru í West Hartford í BNA, í London og víðar. Veita þau meðal annars verðlaun fyrir „viðhaldsfríar“ og vistvænar byggingar. Kátbroslegt finnst fjölda fagfólks.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×